Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Kjarasamningar við ríkið

Almennar spurningar og svör vegna vörpunar, nýrrar launatöflu og launahækkana 1. júní 2017.

Hvað er stofnanasamningur?
Í stofnanasamningi kemur fram launasetning starfa og starfsheita hjá stofnun. Tækifæri innan stofnunar til launa- og starfsþróunar koma einnig fram í stofnanasamningum. Þá er útlistað hvernig fara skal með þætti eins og starfsaldur, menntun, bæði formlega eða sí- og endurmenntun, og aðra þætti bæði, persónulega- og tímabundna. Stofnanasamningur hefur því bæði að geyma grunn starfsheita og nánari útfærslu á möguleikum starfsmanna til þróunar í starfi.

Af hverju ný launatafla?
Launataflan sem skipta á út er orðin talsvert skökk. Vegna þess er launaflokkur ekki það sama og launaflokkur nú fyrir upptöku nýju töflunnar. Þessi skekkja er lagfærð með nýju launatöflunni þar sem 2,5% eru milli bæði flokka og þrepa. Launaflokkar í töflunni sem horfið er frá skila frá tæpu 1% til tæpra 3%. Auk þess að lagfæra bil milli þrepa og flokka er fallið frá því að fastsetja þrep við lífaldur. Í stofnanasamningum verður nú samið um útfærslu á hvaða atriði telji til launahækkana út í þrepin og hvað fari niður flokkana.

Hvar raðast ég í nýja launatöflu?
Í nýju töflunni eru bil milli flokka 2,5% og þrepa 2,5%. Þegar félagsmaður færist í nýja töflu er miðað við að hann fari í grunnlaunaflokk sem er jafn að krónutölu eða næsti flokkur fyrir ofan. Númer grunnlaunaflokks í gömlu töflunni er alltaf hærri en í nýju töflunni þó krónutalan í þeirri nýju sé hærri

Hvaða forsendur liggja að baki röðun í nýju töfluna?
Hver og einn fær a.m.k. 4,5% kjarasamningsbundna launahækkun. Því til viðbótar er vörpunarkostnaður milli launatafla (2,5%) sem dreifast misjafnt vegna ólíkra tafla. Hækkunin kemur á einstaklinginn ekki starfsheiti. Launagrunnur starfsheita (upphæð) á ekki að lækka.

Er launaflokkur X sami og X í nýju launatöflunni?
Númer á flokkum og þrepum í nýju töflunni eru ekki þau sömu og í eldri.

Hvernig verður með þrepin?
Nú er fallið frá því að fastsetja þrep við lífaldur og tækifæri gefin til launaþróunar í þrepum og flokkum, ekki einungi flokkum eins og var í gömlu töflunni. Um útfærslu er verið að semja í samstarfsnefndum á því hvaða viðbótarforsendur telji eins og áður til launaflokkahækkana og hvaða fari í hækkun þrepa.

Hvenær fæ ég að vita hvar ég raðast?
Laun fyrir störf í júnímánuði eiga að greiðast m.v. nýju launatöfluna, og skv. nýjum stofnanasamningi, þannig að launaseðillinn fyrir júní segir til um nýja röðun. Laun fyrir júní koma til greiðslu hjá flestum um mánaðarmótin júní/júlí og launaseðillinn kemur einnig þá.

Fæ ég tilkynningu um nýju röðunina?
Það verður ekki send út sérstök tilkynning. Nýir stofnanasamningar við hverja og eina stofnun ríkisins verða birtir á heimasíðu SFR um leið og þeir verða undirritaðir. Þar fram ný grunnröðun starfa og hvernig viðbótarforsendur raðast í nýju launatöfluna.

Upplýsingar um akstursgjald og ferðakostnað má finna á slóðinni www.fjarmalaraduneyti.is/ferdakostnadur/
Orlofsuppbót Desemberuppbót
2019  50.000 kr. 92.000 kr.
2020 51.000 kr. 94.000 kr.
2021 52.000 kr. 96.000 kr.
2022 53.000 kr. 98.000 kr.

 

Reglur um desemberuppbót.
Starfsmaður sem er við störf í fyrstu viku nóvembermánaðar skal fá greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Persónuuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Á persónuuppbót reiknast ekki orlofsfé. Hafi starfsmaðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall á framangreindu tímabili. Á sama hátt skal einnig starfsmaður sem látið hefur af starfi en starfað hefur samfellt í a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) á árinu, fá greidda persónuuppbót, miðað við starfstíma og starfshlutfall. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar.

Tímavinnufólk skal fá greidda persónuuppbót  í desember og hefur óskert upphæð miðast við 1.504 unnar dagvinnustundir á ofangreindu tímabili.

Reglur um orlofsuppbót.
Hinn 1. júní ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl næst á undan, fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir a.m.k. 3 mánaða/13 vikna samfellt starf á orlofsárinu, skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall.  Sama gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða vegna fæðingarorlofs allt að 6 mánuðum. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum samningsins.  Á orlofsuppbót reiknast ekki orlofsfé

Fatapeningar ágúst 2018 eru kr. 3.119. Upphæðin tekur breytingum á þriggja mánaða fresti til samræmis við breytingu á fatalið í vísitölu neysluverðs.

Fæðispeningar ágúst 2018 eru kr. 449. Starfsmenn sem hafa ekki aðgang að matstofu en ættu að hafa það skulu fá fæðispeninga. Upphæðin tekur breytingum á þriggja mánaða fresti til samræmis við breytingu á matar- og drykkjarvörulið í vísitölu neysluverðs.

Fæðispeningar vaktavinnufólk. Starfsmaður á vakt þegar matstofa vinnustaðar er ekki opin skal fá það bætt með fæðispeningum enda sé vinnuskylda starfsmanns a.m.k. 1 klst. fyrir og eftir kvöldmatartíma kl 19-20, matartíma um nætur kl. 03-04 eða á frídögum kl. 11:30-13:30.

Meðaltalsverð í mötuneyti Stjórnarráðsins er kr. 795 frá 1. ágúst 2018.

Orlofsárið
Er frá 1. maí - 30. apríl og á því tímabili ávinna starfsmenn sér orlof.

Orlofsréttur

30 dagar miðað við fullt starf. Ávinnsla orlofs skal vera hlutfallsleg miðað við starfshlutfall og starfstíma starfsmanns. (240 stundir m.v. 40 stunda vinnuviku) 

Starfsmenn eiga ávallt rétt á fullu orlofi. Réttur starfsmanna til launa í orlofi miðast hins vegar við starfstíma og starfshlutfall.
Dæmi: Starfsmaður sem hefur unnið á stofnun frá 1. desember á því rétt á að taka 30 daga orlof árið á eftir en á aðeins rétt á 100 vst. (12.5 dögum miðað við 40 stunda vinnuviku) á launum.

Sumarorlofstímabil
Sumarorlof er á tímabilinu 1. maí til 15. september. Starfsmenn eiga rétt á að taka út a.m.k. 120vst. (15 daga) á sumarorlofstímabili.

Ef orlofið er tekið eftir að sumarorlofstímabili lýkur skal sá hluti orlofsins lengjast um 25% sé það að ósk yfirmanns, fá það skriflegt. Ath. þetta á aðeins við um það orlof sem eftirstendur þegar sumarorlofstímabili lýkur en á ekki við þegar starfsmenn taka út orlof fyrirfram fyrir orlofstíma.

Útreikningur orlofsstunda að vetri
Ef ósk yfirmanns er um að starfsmaður taki orlof eftir að sumarorlofstímabili lýkur skal sá hluti orlofsins lengjast um 25%.
Dæmi: 16 orlofsstundir sem starfsmaður á eftir þegar sumarorlofstímabili lýkur verða að 20 stundum að vetri. 16 * 1,25 = 20 klst.

Einnig má hugsa þetta þannig að í staðinn fyrir að fjölga (eða fækka) orlofsstundum eftir árstímum, þá drögum við mismikið frá áunnum orlofstímum eftir því hvenær fríið er tekið. Áunnar orlofsstundir mynda því nokkurs konar höfuðstól.

  • Á sumrin kostar 1 klukkustund í fríi 1 orlofstíma.
  • Á veturna kostar 1 klukkustund í fríi 0,8 orlofstíma.

Ákvörðun orlofs
Yfirmanni er skylt að koma til móts við óskir starfsmanna um orlofstíma verði því við komið vegna starfa stofnunarinnar og ákveður í samráði við starfsmenn hvenær orlof skuli veitt.
Yfirmanni ber að kanna óskir starfsmanna um orlofstöku, að veita orlof á sumarorlofstíma sé þess óskað af hálfu starfsmanna og tilkynna um tímasetningu orlofs eins fljótt og auðið er og í síðasta lagi mánuði áður en orlofstaka hefst.

Orlofsfé
Starfsmenn ávinna sér orlofslaun (orlofsfé) af yfirvinnu og álagsgreiðslum. Orlofsféð er:
13,04% af yfirvinnu og álagsgreiðslum hjá starfsmönnum
Orlofsfé er lagt í banka og er laust til útborgunar eftir 10. maí ár hvert.

Veikindi í orlofi
Starfsmönnum ber að tilkynna yfirmönnum án tafar um veikindi í orlofi og ávallt skal framvísa læknisvottorði veikist starfsmaður í orlofi.


Starfsmaður er kallaður til vinnu í orlofi
Ef starfsmaður er kallaður til vinnu í orlofi er valkvætt að:

  • Greiða starfsmanni yfirvinnu fyrir þá vinnu sem unnin á orlofstímanum en þá lengist orlof starfsmanns ekki.
    Eða
  • Starfsmaður fær hefðbundna laun fyrir fyrir vinnu sína á orlofstímanum og orlofið lengist sem unnum tíma í orlofi nemur.

Það sem báðar leiðir eru færar er best fyrir starfsmann að ganga frá því fyrirfram hvernig vinna á orlofstíma er gerð upp.

 

Veikindaréttur ræðst af þjónustualdri hjá ríkinu, sveitarfélögum og sjáfseignarstofnunum kostuðum af almennafé. Veikindaréttur starfsmanna sem vinna hjá ríki, sveitarfélögum og sjálfseignarstofnunum færist á milli stéttarfélaga.

Á fyrstu þremur mánuðum ráðningar er fyrri þjónustualdur hjá ríkinu, sveitarfélögum og sjálfseignarstofnunum ekki metinn nema viðkomandi starfsmaður hafi unnið samfellt hjá fyrri vinnuveitenda í 12 mánuði eða meira.

Við mat á veikindarétti eru skoðaðir síðustu 12 mánuðir. Dæmi: Starfsmaður sem hefur unnið í tvör ár hjá ríkinu veikist. Veikindaréttur hans er 133 dagar en fyrir hálfu ári var starfsmaðurinn veikur í 20 daga. Starfsmaðurinn á því nú þegar hann veikist 133 - 20 = 113 daga eftir af veikindarétti sínum miðað við síðustu 12 mánuði.

Allir dagar eru taldir í veikindum líka laugardagar og sunnudagar.

 

Réttur til launa vegna veikinda og slysa

Réttur starfsmanns, fast- eða lausráðinn, sem ráðinn er í að minnsta kosti 2 mánuði:

Starfstími   Veikindaréttur     Réttur v. slys/atvinnusj.
 0- 3 mánuði í starfi    14 dagar   + 91 dagur v. slys/atvinnusj.
 Næstu 3 mánuði  35 dagar  + 91 dagur v. slys/atvinnusj.
 Eftir 6 mánuði  119 dagar  + 91 dagur v. slys/atvinnusj.
 Eftir 1 ár  133 dagar  + 91 dagur v. slys/atvinnusj.
 Eftir 7 ár  175 dagar   + 91 dagur v. slys/atvinnusj.
 Eftir 12 ár  273 dagar  
 Eftir 18 ár  360 dagar  

Í fyrstu viku veikinda fær starfsmaður allar fastar greiðslur. Svo sem fyrir fasta yfirvinnu, vakta- og óþægindaálag enda sé um að ræða fyrirfram ákveðinn vinnutíma. 
Eftir fyrstu viku veikinda fær starfsmaður að auki fá greitt meðaltal af (breytilegri) yfirvinnu síðustu 12 mánuða.
Við veikindaréttinn bætist 91 dagur (sjá töflu) ef óvinnufærni starfar af vinnuslysi eða atvinnusjúkdómi. Greidd eru dagvinnulaun á því tímabili.

Laun greiðast þó ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa. Dæmi: Starfsmaður er tímabundið ráðinn á vinnustað frá 1. janúar til 1. september. Starfsmaðurinn veikist í lok júlí og hefur áunnið sér 119 daga veikindarétt. Starfsmaðurinn fær greidd laun í veikindunum fram til 1. september en þá líkur ráðningu starfsmanns og hann fer af launaskrá þótt hann hafi ekki tæmt veikindarétt sinn.

 

Um útreikning hlutaveikinda

Ekki er tekið fram í kjarasamningum hvernig skuli telja veikindadagana þegar heimildin um hlutaveikindi er nýtt en framkvæmdin hefur verið með þeim hætti að aðskilja talninguna líkt og um tvo starfsmenn væri að ræða sem gegna hvor sínu hlutastarfinu, annar er veikur en hinn frískur.


Dæmi: Dagvinnumaður í fullu starfi veikist í byrjun mars. Samkvæmt læknisráði og með leyfi forstöðumanns vinnur hann hálft starf og er að hálfu veikur. Veikindaréttur hans er 133 dagar og hann hefur aldrei verið forfallaður frá vinnu vegna veikinda. Talning veikindadaga og greiðsla launa er þá þannig:



 Mánuður

 Starfandi
 Starfandi 

 
hlutinn 50%
Veikindadagar 
 
Veiki 
Veikur
 
hlutinn 50%
Veikindadagar 


 Greidd laun
 Mars  30  0  30  30    100%
 Apríl  30
 0  30  30 (60 samtals)
 100%
Maí
 31  0  31  31 (91 samtals)  100%
 Júní  30  0  30  30 (121 samtals)  100%
 Júlí
 31  0  31  31 (152 samtals)  100% til 12.júlí, 50% eftir það
Ágúst
 31
 0  31  31 (183 samtals)        50%
 Samtals nýttir
 veikindadagar
   0  183  þar af 133 á  launum  

Viðkomandi starfsmaður fær því greidd full laun í 133 daga (til og með 12. júlí), þrátt fyrir að skila 50% starfi á tímabilinu. Frá 12. júlí falla greiðslur veikindalauna niður, en launagreiðslur halda áfram fyrir þann hluta sem viðkomandi starfar.

 

Vottorð

Starfsmaður skal skila læknisvottorði ef þess er krafist og ef veikindin vara lengur en 5 daga. Vinnuveitandi skal endurgreiða starfsmanni læknisvottorðið og viðtal vegna öflunar þess.
Eftir 1 mánaðar veikindi ber starfsmanni að framvísa starfshæfisvottorði. Starfsmaður má ekki hefja störf að nýju nema að framvísa starsfhæfisvottorði (heilsuvottorð).

 

Réttur vegna veikinda barna

Foreldri á rétt á að vera heima hjá veiku barni (yngra en 13 ára) í allt að 12 daga á ári. Réttur foreldris miðast við almanaksár.

Orlof og veikindi, hlutaveikindi

Starfsmaður sem verið hefur í veikindum, hlutaveikindum samkvæmt leyfi stofnunar og ætlar í sumarfrí.

  • Telst að fullu vera í orlofi eða
  • telst að fullu vera í veikindum og fer þá ekki í orlof

Langvarandi veikindi

Starfsmaður á rétt á að halda starfi sínu launalaust vegna veikinda í jafn langan tíma og veikindaréttur hans er. 
Eftir að rétti til launa í veikindum lýkur getur starfsmaður sótt um sjúkradagpeninga hjá Styrktar og sjúkrasjóði Sameykis.
Sjúkradagpeningar eru 80% af meðaltalslaunum

Starfstími    Réttur til sjúkradagpeninga hjá Styrktar- og sjúkrasjóði
 6 - 12 mánuðir    45 dagar
 yfir 1 ár  90 dagar
 yfir 18 ár  45 dagar (ef viðkomandi á engan rétt annars staða)

Sjúkradagpeningar greiðast ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa.

Lausnarlaun

Starfsmaður á rétt á að halda starfi sínu launalaust jafn lengi og veikindaréttur hans er, að þeim tíma liðnum getur vinnuveitandi gert kröfu um starfslok. Ef ljóst er að starfsmaðurinn kemur ekki til með að vera meira úti á vinnumarkaði er hægt að fara fram á lausnarlaun. Lausnarlaun eru starfslokalaun í þrjá mánuði (ATH þetta á aðeins við þegar um endanleg starfslok er að ræða).

Andlát starfsmanns. Vegna látins starfsmanns eru greidd þriggja mánaða laun til maka ef viðkomandi hefur ekki tæmt veikindarétt sinn.

Veikindaréttur tímavinnufólks og eftirlaunaþega í tímavinnu

Starfsmaður í tímavinnu skal halda launum í veikindum sem hér segir:

 Starfstími  Veikindaréttur    Réttur v. slys/atvinnusj.
 Á 1. mánuði í starfi  2 dagar  + 91 dagur v. slys/atvinnusj.
 Á 2. mánuði í starfi  4 dagar  + 91 dagur v. slys/atvinnusj.
 Á 3. mánuði í starfi  6 dagar  + 91 dagur v. slys/atvinnusj.
 Eftir 3 mánuði í starfi  14 dagar  + 91 dagur v. slys/atvinnusj.
 Eftir 6 mánuði í starfi     30 dagar  + 91 dagur v. slys/atvinnusj

Á fyrstu viku veikinda fær starfsmaður allar fastar greiðslur. Svo sem fyrir fasta yfirvinnu, vakta og óþægindaálag enda sé um að ræða fyrirfram ákveðinn vinnutíma. 
Eftir fyrstu viku veikinda fær starfsmaður að auki greitt meðaltal af (breytilegri) yfirvinnu síðustu 12 mánuða. Við veikindaréttinn bætist 91 dagur (sjá töflu) ef óvinnufærni starfar af vinnuslysi eða atvinnusjúkdómi. Greidd eru dagvinnulaun á því tímabili.

Laun eftirlaunaþega í tímavinnu skal vera 1 mánuður á hverjum 12 mánuðum. Laun í veikindum skal miða við meðaltal dagvinnulauna síðustu 3 mánaða fyrir veikindin.

Laun greiðast þó ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa.

Lýtaaðgerðir, glasa- og tæknifrjóvganir, áfengismeðferð (valkvæðar aðgerðir)

Í vinnurétti er túlkunin sú að fjarvistir vegna valkvæðna aðgerða flokkist ekki undir veikindi eins og þau eru skilgreind í kjarasamningum.
Starfsmenn sem eru frá vinnu vegna slíkra aðgerða geta því átt von á að þurfa að nota orlof sitt eða óska eftir launalausu fríi þann tíma sem þeir eru frá vinnu.
Nokkuð misjafnt er hvernig stofnanir koma til móts við starfsmenn í aðstæðum sem þessum en margar stofnanir hafa sett sér reglur varðandi þessi mál.

 

Heimilt er með samkomulagi að safna frídögum vegna yfirvinnu á þann hátt að yfirvinnutímar komi til uppsöfnunar og frítöku á dagvinnutímabili en yfirvinnuálagið er greitt við næstu reglulegu útborgun. Samkomulag skal vera um töku frísins og það skipulagt þannig að sem minnst röskun verði á starfssemi stofnunar.

Frí samkvæmt framsögðu, vegna undanfarandi almanaksárs, sem ekki hefur verið nýtt fyrir 15. apríl ár hvert, eða við starfslok, skal greitt út á dagvinnutaxta viðkomandi starfsmanns við næstu reglulegu útborgun.

  • Starfsmaður fær þá 8 tíma frí fyrir 8 tíma yfirvinnu og yfirvinnuálagið er greitt við næstu reglulegu útborgun, og er það 44,44% af tímakaupi í yfirvinnu.

    Ef starfsmaður tekur út einn tíma í dagvinnu á móti einum tíma í yfirvinnu, hlutfallið 1:1, þá skal atvinnurekandi undantekningarlaust greiða starfsmanni út yfirvinnuálagið!
  • Ef samkomulag er um á milli aðila má einnig veita 1,8 klst. í frí fyrir hvern yfirvinnutíma og fellur þá greiðsla yfirvinnuálags niður.

Samningar við starfsmenn sem fela í sér aðrar og minni greiðslur fyrir yfirvinnu skv. ofansögðu eru undirboð á kjarasamningi og því óheimilir.