Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Kannanir

Í febrúar á ári hverju er lögð fyrir félagsmenn tvískipt könnun sem snýr að vali á Stofnun ársins annars vegar þar sem starfsmenn meta frammistöðu stofnunar. Hins vegar er það launakönnun sem veitir innsýn í þróun launa og launamun kynjanna.
Halda áfram

Val á Stofnun ársins, Fyrirmyndarstofnunum og Hástökkvara ársins byggir á mati starfsmanna og eru niðurstöðurnar mælikvarði á frammistöðu stofnana þegar kemur að stjórnun, starfsanda, launakjörum, vinnuskilyrðum, sveigjanleika og sjálfstæði í starfi, ímynd stofnana og jafnrétti.

Launakönnunin er unnin í samstarfi við VR og Fjármála- og efnhagsráðuneytið. Launakönnunin veitir mikilvægar upplýsingar um starfskjör félagsmanna sem eiga þess kost að bera laun og starfskjör sín saman á milli ára og fylgjast með launaþróun í sinni starfsgrein sem og almennt. Launakönnunin veitir einnig mikilvæga innsýn í þróun launa og launamunar kynjanna.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)