Val á Stofnun ársins, Fyrirmyndarstofnunum og Hástökkvara ársins byggir á mati starfsmanna og eru niðurstöðurnar mælikvarði á frammistöðu stofnana þegar kemur að stjórnun, starfsanda, launakjörum, vinnuskilyrðum, sveigjanleika og sjálfstæði í starfi, ímynd stofnana og jafnrétti.
Launakönnunin er unnin í samstarfi við VR og Fjármála- og efnhagsráðuneytið. Launakönnunin veitir mikilvægar upplýsingar um starfskjör félagsmanna sem eiga þess kost að bera laun og starfskjör sín saman á milli ára og fylgjast með launaþróun í sinni starfsgrein sem og almennt. Launakönnunin veitir einnig mikilvæga innsýn í þróun launa og launamunar kynjanna.