Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Fjölmiðlatorg

Á þessari síðu höfum við safnað saman gagnlegum upplýsingum fyrir fjölmiðla s.s. merki félagsins, myndum og upplýsingum um félagið. 


Halda áfram

Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu var stofnað 26. janúar 2019 við sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu.

Félagsmenn í Sameyki eru rúmlega 14 þúsund og eru 65 prósent þeirra konur og 35 prósent karlar. Félagar í Sameyki starfa í fjölbreyttum störfum í almannaþjónustu. Nokkrir stærstu vinnustaðirnir eru Landspítali, Strætó, fangelsin, Isavia, Orkuveitan, Skatturinn, leikskólar, grunnskólar og framhaldskólar, frístundamiðstöðvar og heimili, söfnin, sambýli fatlaðra, sjálfseignarstofnanir í heilbrigðisgeiranum (Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu), skrifstofur sýslumannsembættanna o.fl.

Félagssvæði Sameykis er allt landið.

 

Stjórnendur
Formaður: Kári Sigurðsson - kari@sameyki.is
Framkvæmdastjóri: Gunnsteinn R. Ómarsson - gunnsteinn@sameyki.is

Tengiliður fjölmiðla
Samskiptastjóri: Axel Jón Ellenarson - axel@sameyki.is

 

Merki (logo) Sameykis
Hægt er að hlaða niður merki Sameykis á PDF sniði.

Merki Sameykis (lóðrétt rautt / lóðrétt blátt)
Merki Sameykis (lárétt rautt / lárétt blátt)

 

Heitið Sameyki er sjaldgæft en hljómfagurt íslenskt orð sem er gamalt í málinu. Orðið sameyki merkir teymi (e. team) og var sérstaklega notað sem slíkt áður en orðið teymi varð til í íslensku. Orðið sameyki stendur þannig fyrir samvinnu en er einnig notað yfir það þegar dýr eða vélar eru tengd saman til að draga þungt hlass. Merkingin vísar í styrk, samstarf og samstöðu og er lýsandi fyrir sameinað félag.

Sameyki var ein af 291 hugmynd sem send voru inn í samkeppni um nafn og höfundur þessa merkingarþrungna heitis er Margrét Högnadóttir sem er trúnaðarmaður hjá Ríkisskattstjóra.

 

Ljósmyndir
Fjölmiðlum er heimilt að nota ljósmyndirnar hér að neðan með fréttum sem tengjast myndefninu. Vinsamlegast athugið að önnur not á myndunum eru ekki heimil án leyfis frá Sameyki. Höfundur ljósmyndanna er Birgir Ísleifur Gunnarsson/BIG.

Kári Sigurðsson, formaður Sameykis. Smelltu á ljósmynd til sækja.

Fréttir

8.
júl.

Sumarlokun á skrifstofu Sameykis

Skrifstofa Sameykis verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 21. júlí en við opnar aftur eftir verslunarmannahelgina, þriðjudaginn 5. ágúst klukkan 9......

27.
jún.

Síðasti séns

Í byrjun júlí verður lokað fyrir svörun í könnuninni um Sveitarfélag ársins og hver að verða síðastur að taka þátt. ...

Fleiri fréttir

Pistlar og greinar

05.
maí

Frúin í Þórshöfn

Einungis í fjórum ríkjum Evrópu eru seðlabankavextir hærri en á Íslandi; í Tyrklandi, Rússlandi, Úkraínu og Belarús. ...

01.
maí

Sameinuð höfum við slagkraft

Sameyki er þriðja stærsta stéttarfélag landsins – staðreynd sem hvorki almenningur né stjórnvöld virðast gera sér fulla grein fyrir. En hvað með okkur......

07.
feb.

Kvennaár 2025

Við búum enn í samfélagi þar sem langlífasti og útbreiddasti faraldurinn sem við er að etja er kynbundið ofbeldi ......

06.
feb.

Kulnun kvenna í kjölfar ofbeldis

Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi er faraldur í heiminum og hefur sennilega fylgt okkur um aldir. Það er því miður ekki í rénun eins og öll tölfræði......

Fleiri pistlar