Markmiðið með styttingu vinnuvikunnar er að bæta starfsumhverfið og tryggja launagrunninn. Stytting vinnuvikunnar er stór þáttur í því að bæta lífskjör og auðvelda samræmi á milli vinnu og einkalífs. Nú er unnið að innleiðingu styttingarinnar úti á vinnustöðum. Styttingin á að taka gildi í síðasta lagi 1. janúar 2021 hjá þeim sem vinna í dagvinnu og þar á starfsfólk að taka virkan þátt í því að ákveða útfærsluna. Á vaktavinnustöðum styttist vinnuvikan frá 1. maí 2021 og verður útfærslan miðlæg enda getur hún kallað á ýmsar breytingar, til dæmis á vaktakerfi og mönnun.
Hér er kynningarefni sem á að auðvelda starfsfólki og stjórnendum að undirbúa styttinguna:
- www.styttri.is - Vefur BSRB um styttingu vinnuvikunnar
- Fræðsla á vef BSRB um styttingu vinnuvikunnar
- Fyrir starfsfólk ríkisins, kynningarvefurinn betrivinnutimi.is
- Fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar í dagvinnu
- Fyrir starfsfólk sveitarfélaga í dagvinnu
- Bréf frá formönnum Sameykis til félagsmanna september 2020
- Betri vinnutími í dagvinnu - bæklingur með leiðbeiningum fyrir innleiðingu
- Stytting vinnuvikunnar - leikskólar - fyrirlestur Ragnheiðar Agnarsdóttur frá Heilsufélaginu um leiðir og lausnir