Katla félagsmannasjóður
Er fyrir þá sem starfa hjá Akraneskaupstað, Hjallastefnu, Höfða hjúkrunar og dvalarheimili, Innheimtustofnun sveitarfélaga, Seltjarnarnesbæ, Skálatúni og sveitarfélögum hringinn í kringum landið og sjálfseignarstofnunum sem eru með ákvæði um Félagsmannasjóð í kjarasamningi. Að undanskildu því félagsfólki sem greitt er af í Vísindasjóð.
Katla er sjóður aðildarfélaga BSRB sem eiga aðild að kjarasamningum við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Félagsfólk sækir um á rafrænni umsóknarsíðu sjóðsins og leggja fram viðeigandi upplýsingar svo sem síðasta launaseðil viðmiðunarárs, starfshlutfall og starfstíma viðkomandi árs sem sótt er um. Þeir sem hafa fengið styrki fyrr á samningstíma úr sjóðnum þurfa ekki að endurnýja sína umsókn. Unnið verður með eldri umsóknir.
Hámarks styrkur vegna starfs ársins 2022 er kr. 94.000.- á sjóðsfélaga miðað við fullt starf allt árið. Útgreiðsla úr sjóðnum miðast við starfshlutfall og starfstíma viðmiðunarársins sem er starfsárið 2022, en greitt út á árinu 2023.
Allir eru hvattir til að skila inn umsókn með umbeðnum upplýsingum sem allra fyrst.
Nánari upplýsingar á katla.bsrb.is
Sótt er um styrk í gegnum Mínar síður Kötlu