Ódýrari útivist!
Félagsmenn í Sameyki geta keypt Veiðikort og Útilegukort á sérstaklega góðum kjörum á Orlofsvefnum okkar.
Veiðikortið er mjög hagkvæmur valkostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Hægt er að veiða nær ótakmarkað í 34 veiðivötnum víðsvegar um landið og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. Nánari upplýsingar á orlofsvefnum.
Útilegukortið veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins í allt að 28 gistinætur á hverju starfsári þess. Nánari upplýsingar á orlofsvefnum.