Sameyki býður upp á námskeið og fyrirlestra fyrir félagsmenn nú á vorönn 2021. Námskeiðin eru félagsmönnum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig. Reglan, fyrstur kemur fyrstur fær, er í heiðri höfð. Við minnum á mikilvægi þess að ef í ljós kemur að fólk getur ekki mætt á námskeiðið sem það hefur skráð sig á þá er mjög mikilvægt að láta okkur vita því alla jafna eru biðlistar á námskeiðin og svekkjandi ef ekki er hægt að nýta sætin.
Vefnámskeið og veffyrirlestrar
Vakin er athygli á því að í þetta sinn eru allir fyrirlestrar og námskeið á netinu og fá þátttakendur senda krækju þegar nær dregur. Þeir sem ekki eru vanir fjarnámi eru hvattir til að skrá sig á fyrstu námskeið vorannar sem fjalla um fjarfundi. Sameyki er í samstarfi við Framvegis miðstöð um símenntun á höfuðborgarsvæðinu varðandi framkvæmd fræðslunnar.
Skráning og nánari upplýsingar hér á www.framvegis.is undir Nám.
Að gefnu tilefni!
Þegar þú skráir þig á námskeið vertu þá viss um að enda á að smella á „Skrá umsókn“, annars skráist umsóknin ekki. Nánari upplýsingar veittar hjá Framvegis á helga@framvegis.is eða í síma 581-1900, en Framvegis sér um skipulagningu námskeiðanna.
Nefnd um framtíðarvinnumarkað fjallar um áherslur í Gott að vita og á vorönn var ákveðið að bjóða upp á fyrirlestraröð um málefni sem tengjast breytingum samfara fjórðu iðnbyltingunni sem er mikilvægt að fylgjast með. Einnig lagði hún áherslu á að boðið yrði upp á námskeið fyrir atvinnuleitendur í Sameyki og starfslokanámskeið fyrir félagsmenn sem styttist í að hætti á vinnumarkaði eða eru nýlega hættir.
Einnig er boðið upp á námskeið í samstarfi við Farskóla Norðurlands vestra, Símey símenntunarmiðstöð í Eyjafirði og Fræðslumiðstöð Vestfjarða, sjá hér neðar.
Vefnámskeið og veffyrirlestrar á Norðurlandi eystra
Sameyki, Kjölur og Eining Iðja í samstarfi við Símey bjóða upp á spennandi námskeið fyrir félagsmenn á vefnum á vorönn 2021 þeim að kostnaðarlausu.
- 12. og 19. jan., Að varða veginn fyrir þitt besta ár, skráning og nánari upplýsingar
- 14., 21., 28. jan. og 3. feb., 360 gráðu heilsa, skráning og nánari upplýsingar
- 26. jan.og 2. feb., Skipulagið heima fyrir, herbergi fyrir herbergi, skráning og nánari upplýsingar
- 4. feb., Pottaplöntubarinn, skráning og nánari upplýsingar
- 9. og 16. feb., Breyttu áskorunum í tækifæri, skráning og nánari upplýsingar
- 18. feb., Sálræn áföll, skráning og nánari upplýsingar
- 23. feb., Jákvæð samskipti, skráning og nánari upplýsingar
- 10. og 17. mars. Heilaheilsa og þjálfun hugans, skráning og nánari upplýsingar
- 25. mars, Heimili og hönnun, skráning og nánari upplýsingar
- 20. apr., Takk fyrir - í orðsins fyllstu, skráning og nánari upplýsingar
- 28.apr., Grænn lífsstíll - okkar framlag skiptir máli, skráning og nánari upplýsingar
- 4. maí, Fjölæringa í blómabeðin, skráning og nánari upplýsingar
Vefnámskeið og veffyrirlestrar á Norðurlandi vestra
Sameyki, Kjölur, Aldan, Samstaða,Verslunarmannafélag Skagafjarðar og SSNV í samstarfi við Farskólann - Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, bjóða upp á námskeið fyrir félagsmenn á vorönn 2021 þeim að kostnaðarlausu.
- 12. og 19. jan., Að varða veginn fyrir þitt besta ár, skráning og nánari upplýsingar
- 14., 21., 28. jan. og 3. feb., 360 gráðu heilsa, skráning og nánari upplýsingar
- 26. jan.og 2. feb., Skipulagið heima fyrir, herbergi fyrir herbergi, skráning og nánari upplýsingar
- 4. feb., Pottaplöntubarinn, skráning og nánari upplýsingar
- 9. og 16. feb., Breyttu áskorunum í tækifæri, skráning og nánari upplýsingar
- 18. feb., Sálræn áföll, skráning og nánari upplýsingar
- 23. feb., Jákvæð samskipti, skráning og nánari upplýsingar
- 10. og 17. mars. Heilaheilsa og þjálfun hugans, skráning og nánari upplýsingar
- 25.mars, Heimili og hönnun, skráning og nánari upplýsingar
- 20. apr., Takk fyrir - í orðsins fyllstu, skráning og nánari upplýsingar
- 28.apr., Grænn lífsstíll - okkar framlag skiptir máli, skráning og nánari upplýsingar
- 4. maí, Fjölæringa í blómabeðin, skráning og nánari upplýsingar
Vefnámskeið og veffyrirlestrar á Vestfjörðum
Sameyki í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður upp námskeið fyrir félagsmenn á vorönn 2021 þeim að kostnaðarlausu.
- 11. feb., Vellíðan við tölvuvinnu, skráning og nánari upplýsingar.
- 25. feb., Grænn lífsstíll, skráning og nánari upplýsingar
- 2. mars, Samskiptaboðorðin, skráning og nánari upplýsingar