Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Gott að vita námskeið

Námskeið með fjölbreyttum áherslum sem ætlað er að efla félagsmenn. Dæmi um áherslur eru hvernig hægt er að viðhalda góðri heilsu, öðlast aukna sjálfsþekkingu og hlúa að menningartengslum sínum.
Halda áfram

Sameyki býður upp á námskeið og fyrirlestra fyrir félagsmenn nú á vorönn 2021. Námskeiðin eru félagsmönnum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig. Reglan, fyrstur kemur fyrstur fær, er í heiðri höfð. Við minnum á mikilvægi þess að ef í ljós kemur að fólk getur ekki mætt á námskeiðið sem það hefur skráð sig á þá er mjög mikilvægt að láta okkur vita því alla jafna eru biðlistar á námskeiðin og svekkjandi ef ekki er hægt að nýta sætin. 

Vefnámskeið og veffyrirlestrar 

Vakin er athygli á því að í þetta sinn eru allir fyrirlestrar og námskeið á netinu og fá þátttakendur senda krækju þegar nær dregur. Þeir sem ekki eru vanir fjarnámi eru hvattir til að skrá sig á fyrstu námskeið vorannar sem fjalla um fjarfundi. Sameyki er í samstarfi við Framvegis miðstöð um símenntun á höfuðborgarsvæðinu varðandi framkvæmd fræðslunnar.  

Skráning og nánari upplýsingar hér á www.framvegis.is undir Nám.

Að gefnu tilefni!
Þegar þú skráir þig á námskeið vertu þá viss um að enda á að smella á „Skrá umsókn“, annars skráist umsóknin ekki. Nánari upplýsingar veittar hjá Framvegis á helga@framvegis.is eða í síma 581-1900, en Framvegis sér um skipulagningu námskeiðanna.

Nefnd um framtíðarvinnumarkað fjallar um áherslur í Gott að vita og á vorönn var ákveðið að bjóða upp á fyrirlestraröð um málefni sem tengjast breytingum samfara fjórðu iðnbyltingunni sem er mikilvægt að fylgjast með. Einnig lagði hún áherslu á að boðið yrði upp á námskeið fyrir atvinnuleitendur í Sameyki og starfslokanámskeið fyrir félagsmenn sem styttist í að hætti á vinnumarkaði eða eru nýlega hættir.

Einnig er boðið upp á námskeið í samstarfi við Farskóla Norðurlands vestra, Símey símenntunarmiðstöð í Eyjafirði og Fræðslumiðstöð Vestfjarða, sjá hér neðar.

Vefnámskeið og veffyrirlestrar á Vesturlandi

Sameyki, Kjölur og fleiri stéttarfélög í samstarfi við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi bjóða upp á spennandi námskeið og fyrirlestra fyrir félagsmenn á vefnum á vorönn 2021 þeim að kostnaðarlausu.

Vefnámskeið og veffyrirlestrar á Norðurlandi eystra

Sameyki, Kjölur og Eining Iðja í samstarfi við Símey bjóða upp á spennandi námskeið fyrir félagsmenn á vefnum á vorönn 2021 þeim að kostnaðarlausu.

Vefnámskeið og veffyrirlestrar á Norðurlandi vestra

Sameyki, Kjölur, Aldan, Samstaða,Verslunarmannafélag Skagafjarðar og SSNV í samstarfi við Farskólann - Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, bjóða upp á námskeið fyrir félagsmenn  á vorönn 2021 þeim að kostnaðarlausu. 

Vefnámskeið og veffyrirlestrar á Vestfjörðum

Sameyki í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður upp námskeið fyrir félagsmenn á vorönn 2021 þeim að kostnaðarlausu. 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)