Sameyki og Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Isavia ohf. hafa gert með sér samkomulag um framlengingu núverandi kjarasamnings til 31. október 2022 með breytingum. Kjarasamningur Sameykis og Isavia var síðast gefinn út í heild sinni árið 2011. Lesa þarf saman samningana frá 2011, 2014, 2017 og 2019, þeir eru í röð, nýjastur efst.. Heilstæður kjarasamningur verður svo gerður 2020 og mun þá eingöngu vera eitt skjal hér.
Kjarasamningur Sameykis og Isavia frá 2019 - 2022
- Ásamt samkomulagi aðila um breytingu á launatöflu, sjá hér.
Desemberuppbót 2020 er 94.000 kr.
Desemberuppbótin greiðist 1. desember miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október.
Persónuuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Á persónuuppbót reiknast ekki orlofsfé. Hafi starfsmaðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall á framangreindu tímabili. Á sama hátt skal einnig starfsmaður sem látið hefur af starfi en starfað hefur samfellt í a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) á árinu, fá greidda persónuuppbót, miðað við starfstíma og starfshlutfall. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur.