Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Fræðsla

Fjölbreytt framboð fræðslu fyrir fjölbreytta félagsmenn er skemmtileg áskorun sem unnið er að í samstarfi við ýmsa. Þar á meðal eru Fræðslusetrið Starfsmennt, Framvegis miðstöð símenntunar, Félagsmálaskóli alþýðu og Starfsgreinaráð.
Halda áfram

Unnið er markvisst að því að styrkja fræðslu og starfsþróun. Er það gert meðal annars með því að semja um fræðslutengd verkefni í kjarasamningum eins og námsleyfi, framlög í fræðslusjóði og fleira. Einnig er mikilvægur þáttur í fræðsluáherslum samstarf um fræðslumál við ýmsa aðila samanber neðangreinda.

 

 

Fræðslusetrið Starfsmennter í eigu Sameykis, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og fleiri stéttarfélaga innan BSRB. Starfsmennt býður opinberum starfsmönnum upp á starfstengda símenntun og veitir stofnunum heildstæða þjónustu á sviði starfsþróunar og mannauðseflingar. 

 

Framvegis miðstöð símenntunar er í eigu Sameykis stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands og hefur það að markmiði að bjóða metnaðarfullt nám og námskeið fyrir fullorðna sem svara þörfum atvinnulífsins. 

 

Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af BSRB og Alþýðusambandi Íslands. Félagsmálaskólinn býður upp á námskeið fyrir trúnaðarmenn, stjórnarmenn og starfsfólk stéttarfélaga. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.Skólanefnd Félagsmálaskóla alþýðu ber ábyrgð á rekstri skólans ásamt skólastjóra.

 

Sameyki tekur þátt í starfi Starfsgreinaráðs heilbrigðis, félags- og uppeldisgreina fyrir hönd BSRB. Starfsgreinaráð er ráðherra til ráðgjafar um starfsnám á framhaldsskólastigi. Hlutverk þeirra er m.a. að gera tillögur um almenn markmið náms, skilgreina þarfir fyrir kunnáttu og hæfni og gera tillögur um lokamarkmið náms.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)