Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Fréttir

8
okt.

Fundir hjá sáttasemjara

Fulltrúar ríkissáttasemjara funduðu með samninganefndunum í gær eins og fram hefur komið. Þar voru fulltrúar BSRB og samninganefndir ríkis......

7
okt.

Ríkissáttasemjari boðar fund

Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa BSRB á fundi vegna samingaviðræðna við ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg. Fundirnir......

6
okt.

Haustfagnaður lífeyrisdeildar

Haustfagnaður lífeyrisdeildar Sameykis verður haldinn 30. október næstkomandi í húsnæði Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1. Boðið verður upp á svið......

Fleiri fréttir
Þolinmæðin á þrotum

Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis lýsir stöðunni í kjaramálunnu í harðorðri grein í Fréttablaðinu. Opinberir starfsmenn eru fyrir löngu orðnir óþolinmóðir og Árni segir það forkastanlegt að sjá hvernig vinnubrögð viðsemjanda hafa verið, sérstaklega í ljósi allrar þeirrar umræðu á milli aðila vinnumarkaðarins síðustu misseri um bætt vinnubrögð og árangursríkari viðræður. Meginkröfur opinberra starfsmanna eru kröfur um jafnrétti og jafnræði á vinnumarkaði – um þær þarf ekki að deila!

Lesið meira hér.

Kæri félagi

Ég óska okkur til hamingju með þessa fallegu vefsíðu, hún er ótvírætt merki þess að sameining félaganna gengur vel og örugglega. Þessi skrif eru nýmæli, hér verða félagspólitískar áherslur lagðar.

Nú eru kjarasamningsviðræður mál málanna. Samningar hafa flestir verið lausir síðan í apríl og sumir lengur. Það gætir mikillar óþreyju í okkar hópi og við fáum skýr skilaboð frá félagsmönnum um nú sé mál að spýta í lófana. Ég tek heils hugar undir það. Efni viðræðnanna er yfirgripsmikið. Stytting vinnuvikunnar hefur tekið hvað mestan tíma, enda málið okkur ofarlega í huga. Í tilraunaverkefnum viðsemjenda og BSRB kemur fram að allir eru ánægðir með styttinguna, starfsmenn og stjórnendur. Verkefnið er flókið, sérstaklega með tilliti til vaktavinnufólks og samninga almenna markaðarins, en markmiðið er einfalt. Vinnuvikan verður stytt!

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)