Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Fréttir

19
feb.

Atkvæðagreiðslu lokið

Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun gagnvart ríki, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbæ, Akraneskaupstað og Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili lauk nú kl......

Fleiri fréttir

Viðburðir

Fleiri viðburðir
Vinnustaðafundir - Kjarasaminga strax!

Formenn Sameykis eru þessa dagana að heimsækja nokkra af stærstu vinnustöðunum okkar til að ræða stöðuna í kjarasamningsviðræðum og afstöðu fólks til mögulegra aðgerða. Í vikunni voru fundir m.a. á Landspítalanum Hringbraut, og Höfðatorgi auk nokkra funda með starfsfólki skóla. Á dagskrá eru um tuttugu fundir og við hvetjum félagsfólk okkar til að koma og fylgjast með. Auk vinnustaðafundanna verður opinn fundur þann 23. janúar kl. 17 á Grettisgötu 89. Fylgist vel með á viðburðadagatalinu okkar hér að ofan og við hvetjum ykkur til að mæta á fundina og láta heyra í ykkur.

Kæri félagi

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsa um verkfallsboðun gagnvart okkar stærstu viðsemjendum og það er afar mikilvægt að allir atkvæðabærir félagsmenn taki afstöðu. Við höfum nú verið í kjarasamningsviðræðum við viðsemjendur félagsins, ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga í ellefu mánuði án þess að samningar hafi tekist. Trúnaðarmannaráð félagsins hefur því ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um verkfallsaðgerðir. Við höfum reynt til hins ítrasta að ná samningum. Enn hefur ekki náðst niðurstaða í stórum málum eins og launasetningunni, jöfnun launa við almenna markaðinn, styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnufólk, útfærslu launaskriðstryggingarinnar auk annarra mikilvægra mála.

Krafan er kjarasamninga strax!

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)