Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Starfsreglur Háskóladeildar

Háskóladeild Sameykis er ætluð því félagsfólki sem lokið hafa háskólagráðu. Markmið hennar er að gæta hagsmuna háskólamenntaðs félagsfólks innan Sameykis og vera málsvari þess auk þess að standa fyrir fræðslu og gefa félögum tækifæri til að efla þekkingu sína. Vertu með.
Halda áfram

1. gr. Rétt til aðildar að háskóladeild Sameykis – stéttarfélags í  almannaþjónustu eiga þeir félagsmenn sem lokið hafa Bachelor - gráðu eða sambærilegu námi (180 ECTS). Félagsmenn sem lokið hafa fyrsta námsári eða 60 ECTS einingum á háskólastigi geta einnig sótt um aðild að deildinni sem nemar.

2. gr. Deildin starfar í samræmi við ákvæði félagslaga Sameykis og samkvæmt gildandi starfsreglum.

3. gr. Viðfangsefni deildarinnar skulu vera;

 • að gæta hagsmuna háskólamenntaðra félagsmanna innan Sameykis og vera málsvari þeirra
 • að fjalla um hagsmuna- og sérmál er varða réttindi og kjör félagsmanna með háskólamenntun
 • að halda uppi kynningar- og félagsstarfi með félögum innan háskóladeildarinnar
 • að standa að fræðslu og gefa félögum tækifæri til að efla þekkingu sína.

4. gr. Umsókn um aðild skal berast stjórn háskóladeildar. Nýir félagar öðlast félagsréttindi þegar við samþykkt hennar. Verði aðildarbeiðni hafnað getur umsækjandi skotið niðurstöðunni til stjórnar Sameykis sem tekur endanlega ákvörðun í málinu. Umsókninni skulu fylgja upplýsingar um menntun umsækjandans.

5. gr. Stjórn deildarinnar skipa sjö aðilar, formaður og sex meðstjórnendur, er skulu kosnir úr hópi fullgildra félagsmanna deildarinnar á aðalfundi til þriggja ára í senn. Formann skal kjósa sérstaklega en sex meðstjórnendur og tveir varamenn skulu kosnir í einu lagi. Stjórnin skiptir með sér verkum og velur úr sínum hópi varaformann, ritara og gjaldkera. Stjórnarmönnum, að formanni meðtöldum, er ekki heimilt að sitja lengur samfellt í stjórn en tvö kjörtímabil (6 ár). Þótt stjórnarmaður hafi setið í stjórn deildarinnar samfellt í 6 ár hefur það engin áhrif á þann tíma sem honum er heimilt að gegna formennsku. Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo skoðunarmenn ársreikninga. Stjórn deildarinnar skilar ársskýrslu til stjórnar Sameykis á hverju ári. Stjórn háskóladeildar Sameykis kýs úr sínum hópi tvo fulltrúa og tvo til vara sem eiga rétt til setu í trúnaðarmannaráði og fulltrúaráði félagsins. 

6. gr. Stjórnarfundi skal halda með reglulegum hætti að boði formanns eða samkvæmt ákvörðun stjórnar. Stjórnarfundir eru lögmætir ef minnst 4 mæta til fundar. Rita skal fundagerðir allra funda deildarinnar. 

7. gr. Á tímabilinu 1. mars til 15. maí skal halda aðalfund deildarinnar og skal til hans boðað með minnst þriggja vikna fyrirvara. Aðalfund skal boða með auglýsingu á miðlum Sameykis og deildarinnar. Eftirfarandi eru sérstök verkefni aðalfundar: 

 1. Stjórn deildarinnar gefur skýrslu um starfsemina á síðastliðnu ári. 
 2. Lagðir fram til samþykktar skoðaðir reikningar deildarinnar fyrir síðastliðið ár. 
 3. Breytingar á starfsreglum deildarinnar. 
 4. Kosið í stjórn.  
  1. Kosning formanns.
  2. Kosning sex meðstjórnenda.
  3. Kosning tveggja varamanna.
  4. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga. 
 5. Önnur mál. 

8. gr. Starfsreglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi deildarinnar og þarf 2/3 greiddra atkvæða til þess að breyting öðlist gildi sem og samþykki stjórnar Sameykis.
  

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)