Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Fræðslusjóður

Stofnanir, svið og vinnustaðir Reykjavíkurborgar og Félagsbústaðir geta sótt um styrkir  til námskeiðahalds og annars kostnaðar við menntun fyrir sjóðsfélaga sem þar starfa.

Reglur Fræðslusjóðs Sameykis samkvæmt 20, gr. laga Sameykis

1. gr. Nafn sjóðsins

Sjóðurinn heitir Fræðslusjóður Sameykis. Sjóðurinn er í eigu Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Heimili hans og varnarþing er í Reykjavík. Sjóðurinn er starfræktur á grunni kjarasamninga.

2. gr. Aðild að sjóðnum
Sjóðfélagar eru allir starfsmenn Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða. Einnig getur stjórn sjóðsins ákvarðað að iðgjöld vegna annarra félagsmanna renni inn í Fræðslusjóð og öðlast þeir þá réttindi í sjóðnum í samræmi við það.*

3. gr. Markmið sjóðsins
Markmið sjóðsins er að auka hæfni sjóðsfélaga og möguleika þeirra til starfsþróunar í starfi eða eftir atvikum að styrkja þá til sí- og endurmenntunar. Þannig geti sjóðsfélagar bætt við og eða endurnýjað menntun sína og viðhaldið virði sínu á vinnumarkaði.

4. gr. Tekjur sjóðsins
Tekjur sjóðsins eru:
a) Samningsbundin gjöld atvinnurekenda til sjóðsins.
b) Vaxtatekjur.
Tekjum sjóðsins skal einungis varið í samræmi við markmið hans, sbr. 3. gr.

5. gr. Greiðslur úr sjóðnum
Til að vinna að markmiðum sjóðsins skal sjóðsstjórn veita fjárstyrki til eftirfarandi verkefna, enda samrýmist þau markmiðum þeim sem tilgreind eru í 3. gr. og uppfylli reglur um úthlutun:

  • Starfsmenntunarsjóð Sameykis vegna starfsmenntunar- og starfsþróunarstyrkja, til að tryggja jöfn réttindi félagsmanna.
  • Vísinda- og starfsþróunarstyrkir til sjóðsfélaga sem eru í starfi sem krefst háskólamenntunar
  • Styrkir til stofnana, sviða og vinnustaða þar sem sjóðsfélagar starfa, til námskeiðahalds og annars kostnaðar við menntun.
  • Námskeiðahalds á vegum Sameykis eða í samstarfi við aðra.

6. gr. Stjórn sjóðsins
Stjórn sjóðsins skipa fimm fulltrúar kosnir á aðalfundi til þriggja ára í senn ásamt einum fulltrúa tilnefndum úr stjórn Sameykis. Formaður skal kjörinn af sjóðsstjórn. Stjórn sjóðsins skal halda fundargerðir yfir afgreiðslur úr sjóðnum svo og annað sem varðar
störf hennar.
Stjórn sjóðsins ákveður úthlutunarreglur í samræmi við markmið sjóðsins sem skulu staðfestar af stjórn Sameykis. Stjórn sjóðsins er heimilt að skipa úthlutunarnefndir vegna einstakra verkefna sjóðsins.
Stjórnarmönnum er ekki heimilt að sitja samfellt í stjórn lengur en þrjú kjörtímabil (9 ár).

7. gr. Rekstur sjóðsins og ávöxtun
Skrifstofa Sameykis sér um daglegan rekstur sjóðsins í umboði stjórnar hans. Fé sjóðsins skal ávaxta á sem tryggastan hátt.

8. gr. Ársreikningur og endurskoðun
Ársreikning sjóðsins skal birta með reikningum Sameykis og hann endurskoðaður með sama hætti og félagssjóður. Ársreikninginn skal leggja fram og afgreiða á aðalfundi með öðrum reikningum félagsins. Skýrsla yfir starfsemi sjóðsins skal fylgja skýrslu stjórnar
Sameykis.

9. gr. Breytingar á reglum sjóðsins
Reglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi Sameykis og fer með þær breytingar eins og um lagabreytingar væri að ræða.

Samþykktar á aðalfundi Sameykis 2020.

Bráðabirgðarákvæði:

Lagt er til að Stjórn Sameykis skipi starfsstjórn fram að aðalfundi Sameykis í mars 2021.

Tillaga til stjórnar Fræðslusjóðs:
*Félagar í Sameyki sem starfa hjá Faxaflóahöfnum, Strætó, Innheimtustofnunar sveitarfélaganna, Orkuveitu Reykjavíkur, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Akranesi, Seltjarnarnesi og fyrirtækja sem hafa staðið skil á iðgjaldi til sjóðsins.

Samþykkt á aðalfundi Sameykis 17. september 2020

Árni Stefán Jónsson
Garðar Hilmarsson
Guðríður Sigurbjörnsdóttir
Kári Sigurðsson
Þórdís Björk Sigurgestsdóttir

Stjórnin var skipuð sem starfsstjórn á aðalfundi Sameykis 17. september 2020, samkvæmt bráðabirgðarákvæði í reglum Fræðslusjóðs, og situr fram að aðalfundi Sameykis sem haldinn verður í mars 2021.

Hér að neðan er hægt að fylla út rafræna umsókn stofnana, sviða og vinnustaða í Fræðslusjóð.

Umsóknareyðublað.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)