Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Nefndir, stjórnir og ráð

Hér má finna upplýsingar um hverjir sitja í stjórnum og nefndum Sameykis.
Halda áfram

Nefndir Sameykis

Laganefnd og Uppstillingarnefnd eru kosnar af trúnaðarmannaaráði. Aðrar nefndir á vegum Sameykis eru ekki bundnar í lögum félagsins, heldur ákveður trúnaðarmannaráð hvaða fastanefndir skulu starfa og setur þeim reglur. Kosið er í nefndir á fundi trúnaðarmannaráðs annað hvert ár.

Sameyki vill stuðla að því að félagsmenn séu meðvitaðir um félagsaðild og að samheldni ríki meðal félagsmanna.

Hlutverk nefndar að: 

  • Auka tengsl við félagsmenn með t.d. félagslegri samveru, skemmtunum og menningarviðburðum.
  • Vera stefnumótandi um upplýsingumiðlun til félagsmanna t.d með útgáfu tímaritsins, efni á vef, þátttöku á samfélagsmiðlum ofl.

Eftirfarandi fulltrúar eiga sæti í nefndinni 2021 til 2023:

Áslaug Finnsdóttir frá Vættaskóla
Egill Kristján Björnsson frá Fangelsismálastofnun, fulltrúi stjórnar Sameykis
Inga Lára Steinarsdóttir Sýslumannsembættinu
Rut Ragnarsdóttir frá Borgarbókasafni, fulltrúi stjórnar Sameykis og formaður nefndar

Jakobína Þórðardóttir er starfsmaður nefndarinnar


Nefndin fjallar um breytingar á vinnumarkaði og áhrif þeirra á störf félagsmanna. Undir þetta fellur meðal annars fjórða iðnbyltingin, lýðfræðilegar breytingur sem tengjast aldurssamsetningu þjóðar og fjölþjóðlegra samfélagi, græna hagkerfið og hugsanlega fleiri þættir. 

Hlutverk nefndar væri að:

  • Fjalla um og koma með hugmyndir að því hvernig Sameyki getur sem best undirbúið félagsmenn undir breytingar á vinnumarkaði, skoði hvernig vinnustaðir komi til móts við starfsmenn með sí- og endurmenntun starfsmanna og þjálfun í ný störf.
  • Skoða hvaða breytinga má vænta í ákveðnum störfum, hvaða störf hverfa, hvaða ný störf verða til.
  • Finna leiðir til að stuðla að lýðræðislegri aðkomu félagsmanna á vinnustöðum.
  • Koma með hugmyndir að fyrirlestrum og námskeiðum fyrir félagsmenn Sameykis sem stuðli að þátttöku í sí- og endurmenntun félagsmanna almennt.

Eftirfarandi fulltrúar eiga sæti í nefndinni 2021 til 2023:

Andrés Freyr Gíslason
Elva Dröfn Sveinsdóttir
Helga A Þórðardóttir
Katrín Kristín Hallgrímsdóttir
Oddur Ólafsson
Svanhildur Steinarsdóttir fulltrúi stjórnar Sameykis og formaður nefndar
Sveinfríður Högnadóttir

Jóhanna Þórdórsdóttir er starfsmaður nefndar.


Nefndin fjallar um

  • Lýðheilsumál
  • Heilsuefling og velferð starfsfólks
  • Þátttaka starfsfólks í því að móta hvernig vinnuaðstaða verður
  • Húsnæðis- og félagsmál
  • Gjaldfrjáls leikskóli, skólaganga á að vera gjaldfrjáls
  • Kulnun, örmögnun, streita og forvarnir
  • Réttindi gagnvart atvinnurekanda að fá tíma til heilsubótar í vinnunni.
  • Heilbrigðismál
  • Sjúkratryggingakerfið, niðurgreiðslur og lyfjakostnaður
  • Velferðarkerfið.
  • Fyrirbyggjandi fræðsla; svefn, næring og hreyfing.

Eftirfarandi fulltrúar eiga sæti í nefndinni 2021 til 2023:

Elín Þóra Eiríksdóttir -Húsnæðis - og mannvirkjastofnun
Erla ósk Hermannsdóttir -Háskóli Íslands
Erlingur Arthúrsson - Heilsustofnun NLFÍ
Margrét T Friðriksdóttir - Klettaskóli
Ólafía Sævarsdóttir -Tryggingastofnun ríkisins og fulltrúi stjórnar og formaður nefndarinnar
Þorsteinn Jónsson - Háskóli Íslands

Jakobína Þórðardóttir er starfsmaður nefndar.

Sameyki lætur sig varða jafnréttismál og vill standa vörð um bæði félagslegt jafnrétti og kjarabundið jafnrétti. 

Hlutverk nefndar er að:

  • Vinna tillögur að stefnu í jafnréttismálum innan Sameykis.
  • Fylgjast með kynbundnum launamun.
  • Vera vakandi fyrir kynbundinni mismunum á vinnustöðum og í starfi Sameykis og koma með ábendingar til stjórnar.
  • Hvetja til aukinnar umræðu um jafnréttismál innan Sameykis og utan.

Eftirfarandi fulltrúar eiga sæti í nefndinni 2021 til 2023:

Birna Daðadóttir Birnir- Frístundamiðstöðin Brúin
Guðbjörg Erna Erlingsdóttir frá Faxaflóahöfnum
Helga Bryndís Kristjánsdóttir - Frístundamiðstöðin Brúin
Jónína Sigríður Magnúsdóttir - Árbæjarlaug
Kári Sigurðsson frá Miðbergi frístundamiðstöð, fulltrúi stjórnar Sameykis
Trausti Jónsson -  Þjónustumiðstöð Austur

Jakobína Þórðardóttir er starfsmaður nefndar.


Nefndin fjallar um:

  • Heimavinna, heimavinnusamningar
  • Samræming frídaga milli ríkis og sveitarfélaga
  • Aldursfordómar í þjóðfélaginu
  • Verðmæti starfa og endurmat grunnlauna
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Loftslagsmál hjá fyrirtækjum/stofnunum
  • Framtíðarvinnumarkaður
  • Starfslokamál og sveigjanleiki við starfslok
  • Vaktavinnumál, vaktahvatar
  • Skattamál; persónuafsláttur, tekjuskattur, bætur, skattarannsóknir

Eftirfarandi fulltrúar eiga sæti í nefndinni 2021-2023

Ágústa Sigurðardóttir
Birgir Sigurðsson
Garðar Svansson formaður nefndar
Guðbjörg Björnsdóttir
Herdís Jóhannsdóttir fulltrúi stjórnar
Helena Sigurbergsdóttir
Hendricus E Bjarnason
Höskuldur Einarsson
Jón Brynjarsson
Ottó H Guðmundsson
Pétur Karlsson
Rafn Sigurðsson
Sigríður Poulsen
Þórunn Margrét Jónasdóttir

Guðmundur Freyr Sveinsson er starfsmaður nefndar.

Sameyki lætur sig varða umhverfis- og loftlagsmál og gerir sér grein fyrir að það þarf að tryggja að við höfum jörð til að starfa á. Engin jörð engin störf! 

Hlutverk nefndar væri að:

  • Vinna tillögu að umhverfisstefnu fyrir Sameyki.
  • Koma með hugmyndir um
    • hvernig Sameyki geti veitt stjórnvöldum og atvinnurekendum aðhald við að vinna að umhverfis- og loftlagsmálum,
    • hvernig Sameyki getur unnið að því að vera vistvænna í starfssemi sinni,
    • hvernig félagið geti aukið meðvitund félagsmanna um umhverfis- og loftlagsmál og haft árhrif til vistvænni lifnaðarhátta.

Eftirfarandi fulltrúar eiga sæti í nefndinni 2021 til 2023:

Aðalheiður S. Jörgensen
Anna Pálína Jónsdóttir frá Skógræktinni
Bjarni Benedikt Bjarnason frá Umhverfis-og skipulagssviði
Bryngeir A. Bryngeirsson fulltrúi stjórnar Sameykis
Pétur Ásbjörnsson frá Landspítali háskólasjúkrahúsi
Þorsteinn Jónsson frá Raunvísindasatofnun HÍ

Kristín Erna Arnardóttir er starfsmaður nefndar.

Stjórnir sjóða Sameykis

Aðild að sjóðnum eiga allir starfsmenn Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða.  Einnig getur stjórn sjóðsins ákvarðað að iðgjöld vegna annarra félagsmanna renni inn í Fræðslusjóð og öðlast þeir þá réttindi í sjóðnum í samræmi við það.*

Markmið sjóðsins er að auka hæfni sjóðsfélaga og möguleika þeirra til starfsþróunar í starfi eða eftir atvikum að styrkja þá til sí- og endurmenntunar. Þannig geti sjóðsfélagar bætt við og eða endurnýjað menntun sína og viðhaldið virði sínu á vinnumarkaði.

Stjórn sjóðsins skipa:

Fulltrúar Sameykis: Þórarinn Eyfjörð, Guðmundur Freyr Sveinsson, Árni Stefán Jónsson og Þórdís Björk Sigurgestsdóttir. Rut Ragnarsdóttir er varamaður.

Fulltrúar Reykjavíkurborgar: Ásta Bjarnadóttir og Íris Jóhannsdóttir

*Félagar í Sameyki sem starfa hjá Faxaflóahöfnum, Strætó, Innheimtustofnun sveitarfélaganna, Orkuveitu Reykjavíkur, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Akranesi, Seltjarnarnesi og fyrirtækjum sem hafa staðið skil á iðgjaldi til sjóðsins.

Reglugerð Fræðslusjóðs Sameykis

1. gr. Nafn sjóðsins
Sjóðurinn heitir Fræðslusjóður Sameykis og er til hans stofnað á grundvelli kjarasamnings Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og Reykjavíkurborgar. Sjóðurinn starfar með því skipulagi sem segir í reglugerð þessari og starfsreglum. Heimili sjóðsins og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr. Markmið sjóðsins
Markmið sjóðsins er að efla sí- og starfsmenntun sjóðsfélaga til að auka hæfni þeirra og möguleika til starfsþróunar.
Sjóðstjórn er heimilt að veita fjárstyrki úr sjóðnum til eftirfarandi aðila, vegna verkefna er samræmast markmiðum sjóðsins:

Félagsmanna Sameykis sem aðild eiga að sjóðnum
Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu
Sviða og starfsstaða Reykjavíkurborgar
Sjóðstjórn setur sér starfsreglur um styrkúthlutanir og upphæðir styrkja.

3. gr. Stjórn og skoðunarmenn
Stjórn sjóðsins skal skipuð sex aðalmönnum og tveimur varamönnum til tveggja ára í senn. Formaður og varaformaður skuli skipaðir af stjórn. Auk þess skal skipa tvo skoðunarmenn, einn frá hvorum samningsaðila. Stjórn sjóðsins skal halda reglubundna fundi. Stjórnin skal halda gerðabók og rita í hana allar samþykktir sínar. Til þess að samþykkt sé lögmæt þarf meirihluti stjórnarmanna að greiða henni atkvæði.

4. gr. Tekjur sjóðsins
Tekjur sjóðsins eru:
a) Framlag úr borgarsjóði samkvæmt kjarasamningi aðila
b) Vaxtatekjur
c) Aðrar tekjur
Tekjum sjóðsins skal einungis varið í samræmi við markmið hans sbr. 2. gr.
Ávöxtun sjóðsins skal vera með ábyrgum hætti.

5. gr. Umsóknir
Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu sendar stjórn sjóðsins þar sem fram kemur lýsing á því námi eða verkefni sem styrkurinn skal renna til, áætlaður kostnaður, hvenær fyrirhugað er að stunda námið eða vinna verkefnið og aðrar þær upplýsingar er sjóðstjórn kann að telja nauðsynlegar.

6. gr. Reikningshald og innheimta
Skrifstofa Sameykis annast reikningshald sjóðsins, innheimtir tekjur hans og innir af hendi greiðslur úr honum, allt eftir tilvísun sjóðstjórnar.

7. gr. Reikningsár sjóðsins
Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Reikningar skulu liggja fyrir í síðasta lagi í apríl ár hvert og skulu endurskoðaðir af til þess kjörnum skoðunarmönnum ásamt löggiltum endurskoðendum.

8. gr. Breytingar á reglugerð
Stjórn sjóðsins fjallar um breytingar á reglugerð þessari. Tillögur stjórnar um breytingar á reglugerðinni skulu hljóta staðfestingu Starfskjaranefndar Sameykis og Reykjavíkurborgar.

Orlofssjóður ber ábyrgð á rekstri og uppbyggingu orlofseigna félagsins auk framboðs á öðrum orlofsmöguleikum og eru þau auglýst í Orlofsblaðinu á hverju ári.

Stjórn Orlofssjóðs Sameykis 2021-2024:

Bryngeir Arnar Bryngeirsson, forstöðumaður frístundarheimilis, formaður
Kalla Björg Karlsdóttir frá Vesturbæjarskóla, ritari
María Hlín Eggertsdóttir frá Sýslumanninum á Vesturlandi
Ólafur Hallgrímsson, rekstrarstjóri fasteigna orlofssjóðs Sameykis
Stefán Gíslason frá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar

Reglur orlofssjóðs Sameykis samkv. 20. gr. laga Sameykis

1. gr. Nafn sjóðsins
Sjóðurinn heitir Orlofssjóður Sameykis . Sjóðurinn er í eigu Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Heimili hans og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr. Tilgangur sjóðsins
Tilgangur sjóðsins er að auka möguleika félagsmanna á fjölbreytni í orlofsmálum, til dæmis með því að koma upp og reka orlofshús og íbúðir fyrir félagsmenn eða styrkja þá til annars konar orlofsdvalar.

3. gr. Tekjur sjóðsins
Tekjur sjóðsins eru:
a) Samningsbundin gjöld atvinnurekenda til sjóðsins.
b) Vaxtatekjur.
c) Leigugjöld af orlofshúsum og orlofsíbúðum.

4. gr. Greiðslur úr sjóðnum
Allar greiðslur úr sjóðnum aðrar en þær er varða daglegan rekstur hans, rekstrargjöld orlofshúsa/-íbúða, leigu orlofshúsa í eigu annarra og/eða til annarrar venjubundinnar starfsemi á vegum sjóðsins, skulu háðar samþykki stjórnar Sameykis. Á þetta einkum við um greiðslur sem ekki hafa áður verið hluti af hefðbundinni starfsemi sjóðsins, eða ef upphæðir teljast umtalsverðar miðað við þá starfsemi sem er á vegum hans á hverjum tíma.

5. gr. Stjórn sjóðsins
Stjórn sjóðsins skipa fimm fulltrúar kosnir á aðalfundi til þriggja ára í senn ásamt einum fulltrúa tilnefndum úr stjórn Sameykis. Formaður skal kjörinn af sjóðstjórn. Stjórn sjóðsins skal skrá fundargerðir yfir störf sín og setja úthlutunarreglur.
Stjórnin skal leggja úthlutunarreglurnar fyrir stjórn félagsins til samþykktar.
Stjórnarmönnum er ekki heimilt að sitja samfellt í stjórn lengur en þrjú kjörtímabil (9 ár).

6. gr. Rekstur sjóðsins og ávöxtun
Skrifstofa Sameykis sér um daglegan rekstur sjóðsins í umboði stjórnar hans. Fé sjóðsins skal ávaxta á sem tryggastan hátt.

7. gr. Ársreikningur og endurskoðun
Ársreikning sjóðsins skal birta með reikningum Sameykis og endurskoðaður með sama hætti og félagssjóður. Ársreikninginn skal leggja fram og afgreiða á aðalfundi með öðrum reikningum félagsins. Skýrsla yfir starfsemi sjóðsins skal fylgja skýrslu stjórnar Sameykis.

8. gr. Breytingar á reglum sjóðsins
Reglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi Sameykis og fer með þær breytingar eins og um lagabreytingar væri að ræða.

Samþykktar á aðalfundi Sameykis 25. mars 2021.

Stjórn starfsmenntunarsjóðs heldur fund einu sinni í mánuði, nema í júlí, ásamt fulltrúa frá skrifstofu Sameykis. Þar er fjallað um þær umsóknir sem borist hafa hverju sinni. Stjórnin setur sér úthlutunarreglur á hverjum tíma sem miðast við þarfir umsækjenda og ráðstöfunarfé sjóðsins.

Stjórn starfsmenntunarsjóðs 2021-2024:

Svanhildur Steinarsdóttir Menntamálastofnun, formaður
Bjarni B. Bjarnason Umhverfis og skipulagssvið Reykjavíkurborgar
Jóhanna Rúnarsdóttir frá Þjónustuíbúðum aldraðra Dalbraut, ritari
Trausti Jónsson Velferðarsvið Reykjavíkurborgar
Ólöf Rún Steinarsdóttir frá Launadeild Reykjavíkurborgar
Þórdís Viborg frá Öryrkjabandalaginu

 

Reglur Starfsmenntunarsjóðs Sameykis

1. gr. Nafn sjóðsins
Sjóðurinn heitir Starfsmenntunarsjóður Sameykis. Sjóðurinn er í eigu Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Heimili hans og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr. Aðild að sjóðnum.
Sjóðfélagar eru allir félagar í Sameyki, enda hefur verið staðið skil á iðgjaldi til sjóðsins.

3. gr. Tilgangur sjóðsins.
Tilgangur sjóðsins er að sjóðsfélagar geti sótt starfsnám og símenntun án verulegs kostnaðar. Að starfsmenn eigi, án verulegs kostnaðar, kost á námskeiðum, sem geri þeim mögulegt að taka að sér vandasamari störf en þeir gegna.
Styrkveitingar skal eingöngu veita til náms sem beinlínis taka til þess að starfsmaður sé að tileinka sér framfarir og tæknibreytingar í starfi sínu.
Ef störf eru lögð niður vegna tækni- eða skipulagsbreytinga eiga félagsmenn kost á endurmenntun, sem gefur þeim möguleika til að taka að sér önnur störf.

4. gr. Tekjur sjóðsins.
Tekjur sjóðsins eru:
A. Samningsbundin gjöld atvinnurekenda til sjóðsins.
B. Vaxtatekjur.

5. gr. Greiðslur úr sjóðnum.
Þeir, sem æskja styrks úr sjóðnum skulu senda stjórn sjóðsins umsókn. Greiðsla úr sjóðnum getur ekki átt sér stað nema að reglum um úthlutun sé fullnægt.

6. gr. Stjórn sjóðsins.
Stjórn sjóðsins skipa fimm fulltrúar kosnir á aðalfundi til þriggja ára í senn ásamt einum fulltrúa tilnefndum úr stjórn Sameykis. Formaður skal kjörinn af sjóðsstjórn. Stjórn sjóðsins skal halda gerðarbók yfir afgreiðslur úr sjóðnum svo og annað sem varðar störf hennar. Stjórn sjóðsins setur sér reglur um úthlutun styrkja í samræmi við tilgang sjóðsins og afgreiðslu mála. Reglur þessar skulu hljóta samþykki stjórnar Sameykis.

Stjórnarmönnum er ekki heimilt að sitja samfellt í stjórn lengur en þrjú kjörtímabil (9 ár).


7. gr. Rekstur sjóðsins og ávöxtun.
Skrifstofa Sameykis sér um daglegan rekstur sjóðsins í umboði stjórnar hans. Fé sjóðsins skal ávaxta á sem tryggastan hátt.

8. gr. Ársreikningur og endurskoðun.
Ársreikning sjóðsins skal birta með reikningum Sameykis og hann endurskoðaður með sama hætti og félagssjóður. Ársreikninginn skal leggja fram og afgreiða á aðalfundi með öðrum reikningum félagsins. Skýrsla yfir starfsemi sjóðsins skal fylgja skýrslu stjórnar Sameykis.

9. gr. Breytingar á reglum sjóðsins.
Reglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi Sameykis og fer með þær breytingar eins og um lagabreytingar væri að ræða.

Samþykktar á aðalfundi Sameykis 14. september 2020.

Markmiðið með Styrktar- og sjúkrasjóð Sameykis er að veita félagsmönnum fjárhagsaðstoð í veikinda- og slysatilvikum, að styðja og efla félagsmenn vegna endurhæfingar eftir slys eða sjúkdóma og að styðja og efla félagsmenn í forvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum sem snerta öryggi, heilsufar og heilbrigði starfsmanna.

Stjórn sjóðsins heldur öllu jafna fund einu sinni í mánuði, nema í júlí, ásamt fulltrúa frá skrifstofu Sameykis. Þar er fjallað um þær umsóknir sem borist hafa hverju sinni. Stjórn styrktar- og sjúkrasjóðs setur sér úthlutunarreglur á hverjum tíma sem miðast við þarfir umsækjenda og ráðstöfunarfé sjóðsins.

Stjórn sjóðsins 2021-2024:
Jóhanna Lára Óttarsdóttir frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, formaður
Erlingur Arthursson frá HNLFÍ
Katrín Kristín Hallgrímsdóttir frá Hólabrekkuskóla
Ómar Árnason frá Tækniskólanum
Pálmey H Gísladóttir frá Greiningarstöð ríkisins
Pétur Ásbjörnsson frá Landspítala

 

Reglur Styrktar- og sjúkrasjóðs Sameykis

1. gr. Nafn sjóðsins
Sjóðurinn heitir Styrktar- og sjúkrasjóður Sameykis. Sjóðurinn er í eigu Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Heimili hans og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr. Tilgangur sjóðsins
Tilgangur sjóðsins er:
a. Að veita sjóðsfélögum fjárhagsaðstoð í veikinda- og slysatilvikum.
b. Að styðja og efla sjóðsfélaga vegna endurhæfingar eftir slys eða sjúkdóma.
c. Að styðja og efla sjóðsfélaga í forvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum sem snerta öryggi, heilsufar og heilbrigði starfsmanna.
Ofangreindum markmiðum skal sjóðsstjórn ná eftir getu sjóðsins á hverjum tíma. Styrkhæfir eru þeir sem eru fullgildir félagar í Sameyki og greitt hafa tilskilin gjöld til félagsins í a.m.k. 3 mánuði áður en styrkveiting fer fram.

3. gr. Tekjur sjóðsins
Tekjur sjóðsins eru:
a.Samningsbundin gjöld atvinnurekenda til sjóðsins.
b.Vaxtatekjur.
c.Framlag úr félagssjóði ákveðið á aðalfundi.
d.Gjafir og áheit.

4. gr. Greiðslur úr sjóðnum
Félagsmenn sem sækja til sjóðsins skulu senda stjórn sjóðsins umsókn. Greiðsla úr sjóðnum getur ekki átt sér stað nema að reglum um úthlutun sé fullnægt.

5. gr. Stjórn sjóðsins
Stjórn sjóðsins skipa fimm fulltrúar kosnir á aðalfundi til þriggja ára í senn ásamt einum fulltrúa tilnefndum úr stjórn Sameykis. Formaður skal kjörinn af sjóðsstjórn. Stjórn sjóðsins skal halda gerðarbók yfir úthlutanir, svo og annað sem varðar starf hennar. Stjórn sjóðsins setur úthlutunarreglur í samræmi við tilgang sjóðsins og ákveður upphæð styrkja.
Stjórnin skal leggja úthlutunarreglurnar fyrir stjórn félagsins til samþykktar.
Stjórnarmönnum er ekki heimilt að sitja samfellt í stjórn lengur en þrjú kjörtímabil (9 ár).

6. gr. Rekstur sjóðsins og ávöxtun
Skrifstofa Sameykis sér um daglegan rekstur sjóðsins í umboði stjórnar hans. Fé sjóðsins skal ávaxta á sem tryggastan hátt.

7. gr. Ársreikningur og endurskoðun
Ársreikning sjóðsins skal birta með reikningum Sameykis og hann endurskoðaður með sama hætti og félagssjóður. Ársreikninginn skal leggja fram og afgreiða á aðalfundi með öðrum reikningum félagsins. Skýrsla yfir starfsemi sjóðsins skal fylgja skýrslu stjórnar Sameykis.

8. gr. Breytingar á reglum sjóðsins
Reglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi Sameykis og fer með þær breytingar eins og um lagabreytingar væri að ræða.

Samþykktar á aðalfundi Sameykis 2020.

Fyrir stofnanir, ráðuneyti og vinnuveitendur sem í sjóðinn greiða og Sameyki. 

Markmið Þróunar- og símenntunarsjóðs er að auka möguleika stofnana á að þróa starfssvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til stofnana á hverjum tíma og efla símenntun starfsmanna sem eru í Sameyki með það fyrir augum að þeir séu færari til að takast á við sífellt fjölbreyttari verkefni.

Í stjórn eiga sæti:
F.h. Sameykis: Þórarinn Eyfjörð frá Sameyki og Berglind Margrét Njálsdóttir frá Skattinum.
F.h. ríkissjóðs: Einar Mar Þórðarson og Aldís Magnúsdóttir frá Kjara og mannauðssýslu ríkisins.

 

Reglugerð Þróunar- og símenntunarsjóðs Sameykis

1. gr.
Sjóðurinn heitir Þróunar- og símenntunarsjóður Sameykis. Heimili sjóðsins og varnarþing er í Reykjavík. Sjóðurinn starfar á grundvelli bókunar 3. með samkomulagi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Reykjavíkurborgar annars vegar og Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu hins vegar undirrituðu 24. apríl 1997. Sjóðurinn starfar með því skipulagi og markmiði sem segir í þessum reglum.

2. gr.
Markmið sjóðsins er að auka möguleika stofnana á að þróa starfssvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til stofnana á hverjum tíma og efla símenntun starfsmanna sem eru í Sameyki með það fyrir augum að þeir séu færari til að takast á við sífellt fjölbreyttari verkefni.

3. gr.
Sjóðurinn sinnir hlutverki sínu með því að veita styrki til fræðsluverkefna á sviði símenntunar sem eru í samræmi við markmið hans til:
a) ráðuneyta, stofnana og vinnuveitenda sem í sjóðinn greiða,
b) Sameykis,
c) verkefna sem sjóðstjórn skipuleggur.

Auk þess styrkir sjóðurinn verkefni sem aðilar semja um í kjarasamningi. Umsóknir skulu sendar stjórn sjóðsins þar sem fram kemur lýsing á því fræðsluverkefni sem sótt er um styrk til, skipulagi þess, efnisinntaki, áætlaðri framkvæmd, kostnaði, öðrum styrkjum og framlagi umsækjanda.
Úthlutun úr sjóðnum skal fara fram a.m.k. ársfjórðungslega. Stjórnin skal koma sér upp samræmdu matskerfi á umsóknum m.a. með tilliti til þeirra þarfa sem umsækjandi telur sig vera að uppfylla og setur sér nánari starfsreglur.

4. gr.
Tekjur sjóðsins eru sem svarar 0,5% af heildarlaunum félagsmanna Sameykis. Framlag vinnuveitenda skal greitt fyrir 10. hvers mánaðar inn á reikning sjóðsins í þeirri fjármálastofnun sem stjórn sjóðsins ákveður.
Sjóðurinn verður ávaxtaður á þann hátt sem sjóðstjórn telur hagkvæmasta á hverjum tíma. Stjórn sjóðsins er heimilt að semja við aðra aðila um að sjá um daglega umsýslu hans þar á meðal bókhald.
Allar greiðslur úr sjóðnum skulu áritaðar af formanni og varaformanni. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Ársreikningur sjóðsins skal endurskoðaður af Ríkisendurskoðun.

5. gr.
Stjórn sjóðsins skal skipuð fjórum mönnum til tveggja ára í senn, tveimur skipuðum af fjármálaráðherra og tveimur af Sameyki. Stjórnin kýs sér formann og varaformann. Stjórnin skal halda gerðabók og rita í hana samþykktir sínar.
Til þess að samþykkt sé lögmæt þarf meirihluti stjórnarmanna að greiða henni atkvæði. Stjórnin stýrir starfi sjóðsins, metur umsóknir, veitir styrki og hefur eftirlit með framkvæmd þess sem styrkt er.
Stjórnin skal árlega gera skýrslu um störf sín.

6. gr.
Breytingar á reglum þessum skulu hljóta samþykki fjármálaráðherra og Sameykis.


Samþykktar og undirritaðar af fjármálaráðuneytinu og Sameyki 9. janúar 1998.

Stjórn sjóðsins fundar eftir þörfum ásamt fulltrúa frá skrifstofu Sameykis. Þar er fjallað um styrkveitingar vegna kjaradeilna sem eru í gangi hverju sinni, stöðu sjóðsins og ávöxtun hans. Tilgangur sjóðsins er að tryggja félögum Sameykis laun samkvæmt úthlutunarreglum þegar þeir eiga í kjaradeilum, ásamt því að greiða kostnað við kjaradeilur, þó ekki venjulegan samningskostnað. Einnig að styrkja gerð kjararannsókna og að styrkja önnur stéttarfélög sem eiga í kjaradeilum að fengnu samþykki stjórnar Sameykis. Iðgjald til vinnudeilusjóðs er ákveðið á aðalfundi félagsins sem setur vinnudeilusjóði reglur.

Stjórn Vinnudeilusjóðs Sameykis 2021-2024:

Elsa María Gunnarsdóttir frá Leikskólanum Austurborg
Gunnar Rúnar Matthíasson frá Landspítalanum, formaður
Hendricus E Bjarnason frá Skattinum
Ragnheiður Árnadóttir frá Hinu húsinu, ÍTR, ritari
Sigríður Poulsen frá Tilraunastöð HÍ að Keldum
Sigrún Kristjánsdóttir frá ÁTVR

Reglur Vinnudeilusjóðs Sameykis - samkv. 20. gr. laga Sameykis

1. gr. Nafn sjóðsins
Sjóðurinn heitir Vinnudeilusjóður Sameykis. Sjóðurinn er í eigu Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Heimili hans og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr. Tilgangur sjóðsins
Tilgangur sjóðsins er:

  • að tryggja félögum Sameykis laun samkvæmt úthlutunarreglum þegar þeir eiga í kjaradeilum,
  • að greiða kostnað við kjaradeilur, þó ekki venjulegan samningskostnað,
  • að styrkja gerð kjararannsókna,
  • að styrkja önnur stéttarfélög sem eiga í kjaradeilum að fengnu samþykki stjórnar Sameykis.

3. gr. Tekjur sjóðsins
Tekjur sjóðsins eru:

  • Iðgjald til sjóðsins. Iðgjald ákvarðast og greiðist á sama hátt og félagsgjöld Sameykis.
  • Fjáröflun á vegum sjóðsins.
  • Framlög frá öðrum stéttarfélögum.
  • Önnur framlög.

4. gr. Greiðslur úr sjóðnum
Félagsmaður Sameykis, sem greiðir iðgjald til sjóðsins, á rétt til greiðslu úr sjóðnum. Greiðslur skulu vera fyrir tekjumissi í kjaradeilu sem Sameyki eða félagar í Sameyki eru aðilar að. Meginreglur um úthlutun úr sjóðnum skulu kynntar félagsmönnum Sameykis eigi síðar en við upphaf vinnustöðvunar.

5. gr. Lántökur sjóðsins
Stjórn sjóðsins er heimilt að taka lán til að auka ráðstöfunarfé sjóðsins, enda liggi fyrir samþykki stjórnar Sameykis.

6. gr. Stjórn sjóðsins og ávöxtun
Stjórn sjóðsins skipa fimm fulltrúar kosnir á aðalfundi til þriggja ára í senn ásamt einum fulltrúa tilnefndum úr stjórn Sameykis. Formaður skal kjörinn af sjóðsstjórn. Stjórn sjóðsins fer með framkvæmdavald í málefnum hans, setur úthlutunarreglur og skráir fundargerðir yfir úthlutanir og annað sem varðar starf hennar. Fé sjóðsins skal ávallt ávaxta á sem tryggastan hátt. Sjóðsstjórn skal tryggja að fjármagn sé laust til ráðstöfunar ef á þarf að halda.
Stjórnarmönnum er ekki heimilt að sitja samfellt í stjórn lengur en þrjú kjörtímabil (9 ár).

7. gr. Rekstur sjóðsins
Skrifstofa Sameykis sér um daglegan rekstur sjóðsins í umboði stjórnar hans.

8. gr. Ársreikningur og endurskoðun
Ársreikning sjóðsins skal birta með reikningum Sameykis og hann endurskoðaður með sama hætti og félagssjóður. Ársreikninginn skal leggja fram og afgreiða á aðalfundi með öðrum reikningum félagsins. Skýrsla yfir starfsemi sjóðsins skal fylgja skýrslu stjórnar Sameykis.

9.gr. Sjóðurinn lagður niður
Hætti sjóðurinn störfum og verður lagður niður ráðstafar aðalfundur Sameykis eignum hans.

10 gr. Breytingar á reglum sjóðsins
Reglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi Sameykis og fer með þær breytingar eins og um lagabreytingar væri að ræða.

Samþykktar á aðalfundi Sameykis 25. mars 2021.

Kjörstjórn Sameykis

Aðalmenn:

Halldór Sveinn Hauksson, Vegagerðin
Olga Gunnarsdóttir, Hrafnista
Ragnheiður Árnadóttir, Hitt húsið ÍTR
Sigrún Helga Jónsdóttir, Foldaskóli Reykjavíkurborg
Þórdís Björk Sigurgestsdóttir, Faxaflóahafnir sf.

Varamenn:

Aneta Kamilla Klimaszewska, Rimaskóli
Jakob Þór Grétarsson, Íbúakjarni Þorlaksgeisla 70, Rvk.b.
Lára Sif Lárusdóttir, Landspítali
Marías Sveinsson, Lífeyrisdeild
Ottó Hörður Guðmundsson, Grafarvogslaug

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)