Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Nefndir, stjórnir og ráð

Hér má finna upplýsingar um hverjir sitja í stjórnum og nefndum Sameykis. Einnig verða hér upplýsingar um fulltrúaráðið.
Halda áfram

Nefndir Sameykis

Laganefnd og Uppstillingarnefnd eru kosnar af Fulltrúaráði . Aðrar nefndir á vegum Sameykis eru ekki bundnar í lögum félagsins, heldur ákveður Fulltrúaráð hvaða fastanefndir skulu starfa og setur þeim reglur. Kosið er í nefndir á fundi Fulltrúaráðs annað hvert ár.

Sameyki vill stuðla að því að félagsmenn séu meðvitaðir um félagsaðild og að samheldni ríki meðal félagsmanna.

Hlutverk nefndar að: 

 • Auka tengsl við félagsmenn með t.d. félagslegri samveru, skemmtunum og menningarviðburðum.
 • Vera stefnumótandi um upplýsingumiðlun til félagsmanna t.d með útgáfu blaðsins, efni á vef, þátttöku á samfélagsmiðlum ofl.

Eftirfarandi fulltrúar eiga sæti í nefndinni 2019 til 2021:

Áslaug Finnsdóttir frá Vættaskóla
Daði Sigmarsson frá Vinakoti
Egill Kristján Björnsson frá Fangelsismálastofnun
Gerður Magnúsdóttirfrá Þjónustumiðstöð velferðar Vesturbæ
Inga Lára Pétursdóttir frá Fjölbraut við Ármúla
Rut Ragnarsdóttir frá Borgarbókasafni, fulltrúi stjórnar Sameykis og formaður nefndar
Sigurður Svanur Pálsson frá Barnaverndarstofa

Kristín Erna Arnardóttir er starfsmaður nefndarinnar


Nefndin fjallar um breytingar á vinnumarkaði og áhrif þeirra á störf félagsmanna. Undir þetta fellur meðal annars fjórða iðnbyltingin, lýðfræðilegar breytingur sem tengjast aldurssamsetningu þjóðar og fjölþjóðlegra samfélagi, græna hagkerfið og hugsanlega fleiri þættir. 

Hlutverk nefndar væri að:

 • Fjalla um og koma með hugmyndir að því hvernig Sameyki getur sem best undirbúið félagsmenn undir breytingar á vinnumarkaði, skoði hvernig vinnustaðir komi til móts við starfsmenn með sí- og endurmenntun starfsmanna og þjálfun í ný störf.
 • Skoða hvaða breytinga má vænta í ákveðnum störfum, hvaða störf hverfa, hvaða ný störf verða til.
 • Finna leiðir til að stuðla að lýðræðislegri aðkomu félagsmanna á vinnustöðum.
 • Koma með hugmyndir að fyrirlestrum og námskeiðum fyrir félagsmenn Sameykis sem stuðli að þátttöku í sí- og endurmenntun félagsmanna almennt.

Eftirfarandi fulltrúar eiga sæti í nefndinni 2019 til 2021:

Baldur Vignir Karlsson frá Landspítala háksólasjúkrahúsi
Bergþóra Skarphéðinsdóttir frá Leikskólanum Nóaborg
Höskuldur Einarsson frá Vinnumálastofnun
Margrét Högnadóttir frá Ríkisskattstjóra
Ragnheiður Hansen frá Skálatúni
Ramuné Kamarauskaite frá Isavia, fulltrúi stjórnar Sameykis og formaður nefndar
Sólrún Færset frá Þjóðskrá Íslands

Jóhanna Þórdórsdóttir er starfsmaður nefndar.


Sameyki lætur sig varða jafnréttismál og vill standa vörð um bæði félagslegt jafnrétti og kjarabundið jafnrétti. 

Hlutverk nefndar er að:

 • Vinna tillögur að stefnu í jafnréttismálum innan Sameykis.
 • Fylgjast með kynbundnum launamun.
 • Vera vakandi fyrir kynbundinni mismunum á vinnustöðum og í starfi Sameykis og koma með ábendingar til stjórnar.
 • Hvetja til aukinnar umræðu um jafnréttismál innan Sameykis og utan.

Eftirfarandi fulltrúar eiga sæti í nefndinni 2019 til 2021:

Ásta Hrönn Ásgeirsdóttir frá Grund hjúkrunarheimili
Elva Sveinsdóttir frá Sýslumanni
Guðbjörg Erna Erlingsdóttir frá Faxaflóahöfnum
Herdís Jóhannsdóttir frá Fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar, fulltrúi stjórnar Sameykis og formaður nefndar
Judit Varga frá Strætó
Kári Sigurðsson frá Miðbergi frístundamiðstöð
Sigurður Andrean Sigurgeirsson frá Íslenska dansflokknum

Sólveig Jónasdóttir er starfsmaður nefndar.


Sameyki lætur sig varða umhverfis- og loftlagsmál og gerir sér grein fyrir að það þarf að tryggja að við höfum jörð til að starfa á. Engin jörð engin störf! 

Hlutverk nefndar væri að:

 • Vinna tillögu að umhverfisstefnu fyrir Sameyki.
 • Koma með hugmyndir um
  • hvernig Sameyki geti veitt stjórnvöldum og atvinnurekendum aðhald við að vinna að umhverfis- og loftlagsmálum,
  • hvernig Sameyki getur unnið að því að vera vistvænna í starfssemi sinni,
  • hvernig félagið geti aukið meðvitund félagsmanna um umhverfis- og loftlagsmál og haft árhrif til vistvænni lifnaðarhátta.

Eftirfarandi fulltrúar eiga sæti í nefndinni 2019 til 2021:

Anna Pálína Jónsdóttir frá Skógræktinni
Bjarni Benedikt Bjarnason frá Umhverfis-og skipulagssviði
Pétur Ásbjörnsson frá Landspítali háskólasjúkrahúsi
Stella Aðalsteinsdóttir frá Umhverfisstofnun
Þorsteinn Jónsson frá Raunvísindasatofnun HÍ
Hjörtur Árnason frá Veðurstofu Íslands
Bryngeir A. Bryngeirsson Fulltrúi stjórnar Sameykis

Jakobína Þórðardóttir er starfsmaður nefndar.

Fulltrúaráð Sameykis

Fulltrúaráðið vinnur m.a. að stefnumótun fyrir félagið í samráði við stjórn og annast undirbúning fyrir aðalfund félagsins ásamt því að fjalla um kjara- og réttindamál og annast undirbúning kjarasamninga.Fulltrúaráð var kosið í fyrsta sinn í september 2019 og situr í tvö ár.  Á fyrsta fundi ráðsins voru kosnir fulltrúar í fjórar fastanefndir Sameykis. Fulltrúaráð getur einnig stofnað aðrar nefndir eða vinnuhópa innan félagsins í kringum sérstök verkefni. Hér finnur þú nánari upplýsingar um fulltrúaráðið og listi yfir fulltrúana.

Stjórnir sjóða Sameykis

Aðild að sjóðnum eiga allir starfsmenn Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða.  Einnig getur stjórn sjóðsins ákvarðað að iðgjöld vegna annarra félagsmanna renni inn í Fræðslusjóð og öðlast þeir þá réttindi í sjóðnum í samræmi við það.*

Markmið sjóðsins er að auka hæfni sjóðsfélaga og möguleika þeirra til starfsþróunar í starfi eða eftir atvikum að styrkja þá til sí- og endurmenntunar. Þannig geti sjóðsfélagar bætt við og eða endurnýjað menntun sína og viðhaldið virði sínu á vinnumarkaði.

Stjórn sjóðsins skipa:

Árni Stefán Jónsson,
Garðar Hilmarsson,
Guðríður Sigurbjörnsdóttir
Kári Sigurðsson,
Þórdís Björk Sigurgestsdóttir. 

*Félagar í Sameyki sem starfa hjá Faxaflóahöfnum, Strætó, Innheimtustofnun sveitarfélaganna, Orkuveitu Reykjavíkur, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Akranesi, Seltjarnarnesi og fyrirtækjum sem hafa staðið skil á iðgjaldi til sjóðsins.

Orlofssjóður ber ábyrgð á rekstri og uppbyggingu orlofseigna félagsins auk framboðs á öðrum orlofsmöguleikum og eru þau auglýst í Orlofsblaðinu á hverju ári.

Stjórn Orlofssjóðs Sameykis 2019-2021:

Ingunn Hafdís Þorláksdóttir, formaður
Ólafur Hallgrímsson, varaformaður
Dagrún Dagbjartsdóttir, meðstjórnandi
Hafdís Hulda Vilhjálmsdóttir, meðstjórnandi
Hörður Heiðar Guðbjörnsson, meðstjórnandi
Ingjaldur Eiðsson, meðstjórnandi
Jóhanna Huld Jóhannsdóttir, meðstjórnandi
María Hlín Eggertsdóttir, meðstjórnandi
Olga Gunnarsdóttir, meðstjórnandi
Stefán Gíslason, meðstjórnandi
Viðar Ernir Axelsson, meðstjórnandi
Vilhjálmur Pálmason, meðstjórnandi

Stjórn starfsmenntunarsjóðs heldur fund einu sinni í mánuði, nema í júlí, ásamt fulltrúa frá skrifstofu Sameykis. Þar er fjallað um þær umsóknir sem borist hafa hverju sinni. Stjórnin setur sér úthlutunarreglur á hverjum tíma sem miðast við þarfir umsækjenda og ráðstöfunarfé sjóðsins.

Stjórn starfsmenntunarsjóðs 2019-2021:

Arnbjörg Gunnlaugsdóttir frá Háskóla Íslands
Ólafía Lilja Sævarsdóttir frá Tryggingastofnun ríkisins
Páll Svavarsson frá Hafrannsóknarstofnun, formaður stjórnar
Svanhildur Steinarsdóttir frá Menntamálastofnun
Þórdís Viborg frá Öryrkjabandalaginur
Þórey Einarsdóttir frá Sjálfsbjargarheimilinu (tilnefnd af stjórn)

Starfsmenntunar- og starfsþróunarsjóður er ætlaður einstaklingum og stofnunum og fyrirtækjum, sem greiða í starfsþróunarhluta sjóðsins. Markmið sjóðsins er að starfsmenn beri ekki kostnað af né verði fyrir tekjutapi af námi, sem beinlínis er við það miðað, að þeir geti tileinkað sér framfarir og tæknibreytingar á sínu sérsviði. Að starfsmenn eigi, án verulegs kostnaðar, kost á námskeiðum, sem geri þeim mögulegt að taka að sér vandasamari störf en þeir gegna. Ef störf eru lögð niður vegna tækni eða skipulagsbreytinga, eiga starfsmenn, án tilkostnaðar kost á endurhæfingarmenntun, sem geri þeim mögulegt að taka að sér önnur störf með óbreyttum tekjumöguleikum.

Í stjórn sjóðsins sitja:

f.h. Sameykis Garðar Hilmarsson og Jakobína Þórðardóttir
f.h. Reykjavíkurborgar Anna Oddný Helgadóttir og Kristín Sigrún Guðmundsdóttir

Markmiðið með Styrktar- og sjúkrasjóð Sameykis er að veita félagsmönnum fjárhagsaðstoð í veikinda- og slysatilvikum, að styðja og efla félagsmenn vegna endurhæfingar eftir slys eða sjúkdóma og að styðja og efla félagsmenn í forvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum sem snerta öryggi, heilsufar og heilbrigði starfsmanna.

Stjórn sjóðsins heldur öllu jafna fund einu sinni í mánuði, nema í júlí, ásamt fulltrúa frá skrifstofu Sameykis. Þar er fjallað um þær umsóknir sem borist hafa hverju sinni. Stjórn styrktar- og sjúkrasjóðs setur sér úthlutunarreglur á hverjum tíma sem miðast við þarfir umsækjenda og ráðstöfunarfé sjóðsins.

Stjórn sjóðsins 2019-2021:
Jóhanna Lára Óttarsdóttir, formaður
Ómar Árnason frá Tækniskólanum
Pálmey H Gísladóttir frá Greiningarstöð ríkisins
Pétur Ásbjörnsson frá Landspítala

Fyrir stofnanir, ráðuneyti og vinnuveitendur sem í sjóðinn greiða og Sameyki. 

Markmið Þróunar- og símenntunarsjóðs er að auka möguleika stofnana á að þróa starfssvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til stofnana á hverjum tíma og efla símenntun starfsmanna sem eru í Sameyki með það fyrir augum að þeir séu færari til að takast á við sífellt fjölbreyttari verkefni.

Í stjórn eiga sæti:
F.h. Sameykis: Árni Stefán Jónsson frá Sameyki og Sigurlaug Hrefna Sverrisdóttir frá Háskóla Íslands
F.h. ríkissjóðs: Einar Mar Þórðarson og Sara Lind Guðbergsdóttir frá Kjara og mannauðssýslu ríkisins

Fyrir þá sem eru í störfum sem krefjast háskólamenntunar hjá Ás, Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavíkurborg, Skálatúni, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Strætó og Sveitarfélögum. Markmið sjóðsins er að auka tækifæri sjóðsfélaga til framhalsdsmenntunar, endurmenntunar, rannsókna og þróunarstarfa. Sjóðurinn greiðir styrki til er að stuðla að aukinni starfs- og endurmenntun félagsmanna. Stjórnir sjóðanna meta umsóknir og úthluta styrkjum.

Í stjórn sjóðsins sitja:
Garðar Hilmarsson
Kristín Hauksdóttir
Ólöf Ragna Ámundadóttir

Stjórn sjóðsins fundar eftir þörfum ásamt fulltrúa frá skrifstofu Sameykis. Þar er fjallað um styrkveitingar vegna kjaradeilna sem eru í gangi hverju sinni, stöðu sjóðsins og ávöxtun hans. Tilgangur sjóðsins er að tryggja félögum Sameykis laun samkvæmt úthlutunarreglum þegar þeir eiga í kjaradeilum, ásamt því að greiða kostnað við kjaradeilur, þó ekki venjulegan samningskostnað. Einnig að styrkja gerð kjararannsókna og að styrkja önnur stéttarfélög sem eiga í kjaradeilum að fengnu samþykki stjórnar Sameykis. Iðgjald til vinnudeilusjóðs er ákveðið á aðalfundi félagsins sem setur vinnudeilusjóði reglur.

Stjórn Vinnudeilusjóðs Sameykis 2019-2021:

Bryndís Theódórsdóttir formaður
Gunnar Matthíasson
Ragnheiður Árnadóttir
Sigríður Poulsen
Sigrún Kristjánsdóttir
Sigurður Rafn Jóhannsson
Þorgrímur Hallgrímsson

Kjörstjórn Sameykis

Aðalmenn:

Astrid Sörensen, Reykjalundur
Grétar Þór Kristinsson, Ríkisskattstjóri
Guðmundur Freyr Sveinsson, Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu
Halldór Sveinn Hauksson, Vegagerðin
Hanna Íris Sampsted, Biskupsstofa
Ragnheiður Árnadóttir, ÍTR Hitt húsið
Sölvi Stefán Arnarson, Lífeyrisdeild
Þorgrímur Hallgrímsson, Hverfamiðstöð Vesturbær

Varamenn:

Egill Kristján Björnsson, Fangelsismálastofnun
Lárus Stefán Ingibergsson, Einstaklingsaðild
Sigríður Sigurbjörnsdóttir, Reykjavíkurborg, málefni fatlaðra
Sigurgeir Högnason, Sjúkratryggingar Íslands

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)