Orlofsíbúðir á Spáni
Sameyki á þrjár eignir á Spáni, allar í nágrenni Alicante. Um er að ræða hús í Quesada og tvær íbúðir í fjölbýlishúsi við ströndina Los Arenales del Sol. Húsið og íbúðirnar eru vel útbúin og í þeim er m.a. þvottavél og loftkæling. Ítarlegar upplýsingar um eignirnar á Spáni má finna í Orlofsblaði Smeykis og á Orlofshúsavef Sameykis. Íbúðirnar/húsin eru leigð í viku í senn að jafnaði, en yfir vetrartíma verður gefinn kostur á að leigja þær í allt að tvær vikur. Úthlutun er um sumar og páska. Sækja þarf um þegar úthlutun er auglýst.
- Hér má nálgast upplýsingar um hús í Quesada á Spáni og nánasta umhverfi þess.
- Hér má nálgast upplýsingar um íbúð á efstu hæð í Arnelanes á Spáni og nánasta umhverfi þess.
- Hér má nálgast upplýsingar um íbúð á jarðhæð í Arnelanes á Spáni og nánasta umhverfi þess.