Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Trúnaðarmannafræðsla

Hlutverk trúnaðarmanna er margþætt og er fjölbreytt fræðsla grunnur að því að trúnaðarmaður geti tekist á við hlutverk sitt.
Halda áfram

Stytting vinnuvikunnar - fræðsluefni og upplýsingar

Til að auðvelda starfsfólki og stjórnendum að innleiða styttingu vinnuvikunnar hefur kynningarefni verið safnað saman hér.

Stytting vinnuvikunnar - námsstofur

Námsstofur vegna styttingu vaktavinnunnar verða haldnar í janúar og febrúar 2021, en námsstofur fyrir trúnaðarmenn á dagvinnustöðum voru haldnar á haustönn 2020. Sjá nánar um námsstofur hér.

Trúnaðarmannanám Félagsmálaskóla alþýðu (FA), Sameykis og BSRB

Námið skiptist upp í 6 hluta og er hver þeirra tveggja daga langur, en hér er hægt að kynna sér þemu hvers hluta. Búið er að festa niður námskeið á vorönn 2021. Ekki þarf að taka námskeiðin í ákveðinni röð, því um að gera að skrá sig á það námskeið sem hentar skipulagi hvers og eins. Öll námskeið á vorönn 2021 verða rafræn. 

Skráning fer fram hér á vef Félagsmálaskólans. Athugið að við skráningu er óskað eftir kennitölu greiðanda sem er 620269-3449. Hér er myndband með leiðbeiningum fyrir skráningu í nýju námsumhverfi Félagsmálaskólans sem heitir Learncove.

  • 1.-2. feb. kl. 9-14, vefnám, Trúnaðarmannanám 1. hluti, skráning hér
  • 1.-2. mars kl. 9-14, vefnám, Trúnaðarmannanám 2. hluti, skráning hér
  • 22.-23. mars kl. 9-14, vefnám, Trúnaðarmannanám 3. hluti, BSRB, skráning hér
  • 12.-13. apríl kl. 9-14, vefnám, Trúnaðarmannanám 5. hluti, BSRB, skráning hér. 

Félagsmálaskóli alþýðu (FA) er rekinn af BSRB og ASÍ en meginmarkmið skólans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til að gera þá enn betur í stakk búna til að vinna að bættum lífskjörum launafólks. Unnið er eftir námsskrá sem viðurkennd hefur verið af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Trúnaðarmannanámið skiptist upp í sex hluta, kennt er er tvo daga í senn, en samtals er námið 96 kennslustundir. Námsskrá fyrir nám trúnaðarmanna má nálgast hér.

Almenn námskeið

Megináherslan á vorönn 2021 verður á fræðslu sem styður við styttingu vinnuvikunnar og breytingar á vinnumarkaði. Námskeiðin eru í samstarfi við Fræðslusetrið Starfsmennt og verða öll sett upp sem vefnám:

Stytting vinnuvikunnar -umræðufundir

Fram hafa komið óskir um að Sameyki bjóði upp á umræðufundi fyrir minni hóp trúnaðarmanna Sameykis. Ákveðið var að bregðast við því og bjóða upp á þrjá fundi til að byrja með á Teams um leiðir og lausnir við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar.

  • Fundur 25. nóv. kl. 13:00-14:30 með Þórarni Eyfjörð, framkvæmdastjóra kjara og reksturs
  • Fundur 19. nóv. kl. 13:00-14:30 með Garðari Hilmarssyni, varaformanni Sameykis
  • Fundur 17. nóv. kl. 10:00-11:30 með Þórarni Eyfjörð, framkvæmdastjóra kjara og reksturs.
  • Fundur 12. nóv. kl. 14:30-16:00 með Árna Stefáni Jónssyni, formanni Sameykis.

Umræður á fundi trúnaðarmanna 10. nóv. 2020 

Handbók trúnaðarmanna

Á vef Félagsmálaskóla alþýðu er að finna handbók trúnaðarmanna þar sem fjallað er um trúnaðarmanninn - starf og stöðu, stéttarfélagið - gögn og erindi, kjarasmaninga og kauptaxta, réttindi launafólks, vinnuvernd, samskipti á vinnustað, hagfræði og launafólk, tryggingar, vinnustaðastarf og BSRB. Athugið að handbók fyrir trúnaðarmenn BSRB er neðan við ASÍ handbókina og ennþá neðar má finna hluta handbókarinnar á erlendum tungumálum.

Nýliðafræðsla

Á námskeiðinu sem er 3 kennslustundir er fjallað um Sameyki og vinnumarkaðinn og hvar má finna upplýsingar um kjör og réttindi. Einnig er farið yfir skyldur kjörinna fulltrúa og mikilvægi þess að hafa jafnrétti að leiðarljósi við stefnumótun og ákvarðanatöku. Markmið að kjörinn trúnaðarmaður: (a) Þekki félagið sitt vel og viti hvar er hægt að finna upplýsingar um kjara- og réttindamál. (b) Sé meðvitaðar um ábyrgð sína og skyldur sem kjörinn fulltrúi. (c) Kunni að setja upp jafnréttisgleraugun við ákvarðanatöku og stefnumótun.

  • Ekkert námskeið skipulagt eins og er, 4 námskeið haldin á haustönn 2019, endurtekið eftir þörfum.

Vaktavinna

Á námskeiðinu verður fjallað um þann hluta kjarasamnings sem snýr að vaktavinnustarfsmönnum. Farið verður yfir lengd vakta, vaktskrá, breytingu á vaktskrá, vetrarfrí og bætingu, matar og kaffitíma vaktavinnufólks o.s.frv. Markmið að kjörinn trúnaðarmaður: (a) Þekki helstu hugtök vaktavinnukaflans. (b) Þekki reglur um framlagningu vaktskráa. (c) Geti miðlað til samstarfsmanna muninum á bætingu og vetrarfríi.

  • Ekkert námskeið skipulagt eins og er, var síðast haldið á haustönn 2019, endurtekið eftir þörfum.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)