Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Trúnaðarmannanám Félagsmálaskólans

Í samstarfi við Félagsmálaskólann er boðið upp á trúnaðarmannanám sem er byggt á vottaðri námsskrá þar sem 12 námsþættir eru ákvarðaðir útfrá þörfum hópsins. Einnig býður skólinn upp á styttri námskeið um málefni líðandi stundar, réttindi og kjör. Á haustönn 2023 býður Félagsmálaskólinn upp á trúnaðarmannanámið ýmist í gegnum staðnám, fjarnám, blandað nám og vefnám. Hægt er að taka námsþættina eftir hentisemi, þarf ekki að byrja á 1 o.s.frv. Í staðnáminu eru stundum keyrðir tveir námsþættir saman og þau námskeið eru þá í 2 daga. Líkt og áður eru ákveðnir námsþættir í staðnáminu í samstarfi við BSRB.

  1. Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn (1. hluti)
  2. Trúnaðarmaðurinn; starf hans og staða (1. hluti)
  3. Samskipti á vinnustað (2. hluti)
  4. Starfsemi félagsins, kjarasamningar og sjóðir (2. hluti)
  5. Lestur launaseðla og launaútreikningar (3. hluti)
  6. Túlkun talna - hagfræði (3. hluti)
  7. Almannatryggingar og lífeyrissjóði (4. hluti)
  8. Vinnuréttur (4. hluti)
  9. Vinnueftirlit - vinnuvernd (5. hluti)
  10. Sjálfsstyrking (5. hluti)
  11. Samningatækni (6. hluti)
  12. Að koma máli sínu á framfæri (6. hluti)

Staðnám: Kennsla fer fram í sal/stofu þar sem þátttakendur og kennarar mæta á ákveðnum tíma. Kennari flytur erindi, er með glærur og önnur gögn sem deilt er með þátttakendum. Umræður, verkefnavinnu og hópastarfi.

Fjarnám: Kennsla/námskeið er á ákveðnum tíma þar sem nemendur og kennari skrá sig inn á fjarfund (Zoom). Kennari flytur erindi, er með glærur og önnur gögn sem deilt er með þátttakendum. Möguleiki á umræðum, verkefnavinnu og hópastarfi. Kennsla er í raun hefðbundin að öðru leyti en því að hún fer fram í fjarfundi.

Blandað: Kennsla/námskeið fara fram í sal/stofu og á fjarfundi (Zoom) á sama tíma. Kennari er í sal/stofu en þátttakendur geta valið hvort þeir mæta á staðinn eða taka þátt í gegnum fjarfundabúnað. Kennari flytur erindi, er með glærur og önnur gögn sem deilt er með þátttakendum. Möguleiki á umræðum, verkefnavinnu og hópastarfi.

Vefnám: Námskeið aðgengilegt í LearnCove vefumhverfinu. Þátttakandi skráir sig og hefur aðgang að námsgögnum og kennsluefni í rafrænu umhverfi/LearnCove. Horft er á myndbönd, texti lesinn, gagnvirk verkefni unnin allt á þeim tíma sem viðkomandi hentar best. Gagnvirkni í kerfinu tryggir að einum námsþætti sé lokið áður en farið er í þann næsta. Þátttakendur hafa aðgang að kennara /starfsmanni í gegnum síma og tölvupóst. Almennt er miðað að því þátttakandi ljúki námskeiði á innan við 30 dögum frá skráningu.

 

Félagsmálaskóli alþýðu (FA) er rekinn af BSRB og ASÍ en meginmarkmið skólans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til að gera þá enn betur í stakk búna til að vinna að bættum lífskjörum launafólks. Unnið er eftir námsskrá sem viðurkennd hefur verið af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu en samtals er námið 96 kennslustundir. Námsskrá fyrir nám trúnaðarmanna má nálgast hér.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)