Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Úthlutunarreglur sjúkradagpeninga

Styrktar- og sjúkrasjóður Sameykis

Gilda frá 1. janúar 2018

1. gr. Inngangur.
Greiddar eru bætur til sjóðfélaga í slysa- og veikindatilfellum samkvæmt eftirfarandi reglum.

2. gr. Sjúkradagpeningar og greiðslufyrirkomulag þeirra.
Rétt til dagpeninga eða styrks úr sjóðnum eiga þeir sem eru fullgildir félagsmenn í SFR og njóta veikindaréttar samkv. gr. 12.2 í kjarasamningi SFR. Einnig þeir sjóðfélagar sem starfa á almenna vinnumarkaðinum og er réttur þeirra samkv. gr. 3 í reglum þessum.

Dagpeningar greiðast úr sjóðnum með eftirfarandi hætti:

a) Réttur sjóðfélaga til dagpeninga á hverjum 12 mánuðum er:
- Starfstími síðastliðna 6-12 mánuði, 45 dagar
- Starfstími síðastliðna 12 mánuði, 90 dagar
Sjóðfélagi sem hefur áunnið sér 360 daga veikindarétt skv. kjarasamningi á möguleika á sjúkradagpeningum í 45 daga ef hann á ekki rétt annars staðar.

b) Dagpeningar greiðast frá þeim tíma sem samningsbundinni launagreiðslu frá atvinnurekanda lýkur og veikindin hafa staðið í minnst 10 daga.

c) Upphæð dagpeninga skal vera 80% af meðal heildarlaunum síðustu 12 mánuði. Sé starfstími skemmri skal miðað við meðaltal launa þann tíma.

d) Heimilt er að greiða hlutfallslega dagpeninga ef sjóðfélagi getur ekki vegna veikinda unnið fulla vinnu samkvæmt læknisráði.

e) Heimilt er að greiða dagpeninga í allt að 60 daga vegna langvarandi veikinda maka eða barna sjóðfélaga enda missi hann launatekjur vegna þeirra.
Sjóðfélagi skal þó hafa náð eins árs félagsaðild til að njóta þessarar heimildar.

Varðandi dagpeninga til atvinnulausra
Missi atvinnulausir bætur vegna veikinda getur Styrktar- og sjúkrasjóður SFR styrkt þá sem svarar 100% af atvinnuleysisbótum.
Atvinnulausir ávinna sér ekki rétt á meðan á atvinnuleysi stendur, en viðhalda þeim rétti sem þeir höfðu áunnið sér þegar þeir voru í starfi. Dæmi: a) Ef félagsmaður var búinn að vinna 12 mánuði eða skemur og nýtur atvinnuleysisbóta, á hann rétt á 100% af atvinnuleysisbótum í 30 daga. b) Ef félagsmaður var búinn að vinna 1 ár eða lengur og nýtur atvinnuleysisbóta, á hann rétt á 100% af atvinnuleysisbótum í 90 daga.

Með umsókn um dagpeninga skal fylgja læknisvottorð, síðasti launaseðill (eða fleiri eftir atvikum) og vottorð frá launagreiðanda um hvenær rétti til launa í veikindum lýkur. Umsóknir og meðfylgjandi gögn vegna dagpeninga þurfa að berast SFR fyrir 20. hvers mánaðar.

3. gr. Félagsmenn á almenna markaðinum
Félagsmenn í A-hluta félagsins (félagar á almenna markaðinum), sem greidd eru 1% fyrir í sjóðinn, skulu njóta hliðstæðra réttinda í slysa- og veikindatilfellum og almennt gerist hjá sjúkrasjóðum á almenna markaðinum að hámarki 6 mánuði (sjá sérreglur). Annarra styrkja skulu þessir félagsmenn njóta samkvæmt ofangreindum reglum eins og við á hverju sinni.
Fyrirvari: Stjórn sjóðsins áskilur sér allan rétt til að breyta reglunum ef þörf krefur, hvort sem er til þrengingar eða útvíkkunar. Fjármagn í sjóðnum verður látið ráða því á hverjum tíma.

Hvernig er sótt um styrk?
Sótt er um rafrænt hér á vefsíðu SFR, eða hér á Mínar síður. Ef sótt er um á Mínar síður er hægt að senda viðhengi með í umsóknarferlinu. Umsækjendur eru hvattir til að vanda frágang umsókna.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)