Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

24. maí 2023

ETUC þing: „Við verðum að berjast gegn einkavæðingu á opinberri þjónustu.“

Mette Nord, forseti EPSU, heildarsamtöka stéttarfélaga opinberra starfsmanna í Evrópu

Mette Nord, forseti EPSU, sagði á ETUC þinginu í dag, sem haldið er í Berlín 23.-26. maí, að Heildarsamtök stéttarfélaga opinberra starfsmanna í Evrópu (EPSU) mun halda áfram að standa saman með félagsfólki sínu og Heildarsamtökum verkalýðsfélaga í Evrópu (ETUC), sem telur um 48 milljónir launafólks, gegn árásum á verkalýðsréttindi í Evrópu. Hún segir að það sé engin tilviljun að þessar árásir á stéttarfélögin koma á sama tíma og hægri stjórnmálin hrópa á aðhald.

„Réttindi launafólks í stéttarfélögum, jafnréttiskröfur og samningsréttur eru lykilatriði stéttarfélaga til að verja réttindi launafólks. Stéttarfélög um alla Evrópu byggja starfið sitt á þessum réttindum sem eru þeim svo mikilvæg í lýðræðissamfélagi. Við þurfum nú að há baráttu til að verja þessi réttindi, sem einnig falla undir mannréttindi, vegna árása hægri- og öfgahægri afla sem vilja losna við og veikja starfsemi stéttarfélaga víða í álfunni. Þá er verið að ráðast að réttindum hinsegin fólks, flóttafólks og annarra minnihlutahópa sem eru félagar í stéttarfélögum, en einnig þeirra vilja gerast félagar í þeim. Við verðum að skipuleggja okkur og verjast árásum þessara afla. Við stöndum með stéttarfélögum opinbers starfsfólks í Bretlandi sem standa nú í baráttu fyrir verkfallsréttinum og réttindum opinbers starfsfólks til að krefjast betri launa og að lágmarksþjónusta opinberra stofnana í samfélaginu þar sé virt af stjórnvöldum,“ sagði Mette.

Þá sagði hún að þessar árásir á opinbera þjónustu og innviði á sér stað á sama tíma og stjórnmálaöfl hægri vængsins kalla eftir nýju þjóðskipulagi; niðurskurði í almannaþjónustu og niðurskurði til stofnana sem starfa í grunnþjónustunni. Slíkar aðhaldsaðgerðir fela í sér hækkun skatta á láglaunafólk, niðurskurð á verkefnum ríkisins svo sem í heilbrigðisþjónustu, skerðingu á lífeyri og lækkun launa og kjara ríkisstarfsmanna.

„Við stöndum gegn þessum áformum og vinnum að því saman að reyna í koma í veg fyrir eyðileggingu á störfum í opinberri þjónustu. Við berjumst gegn niðurskurði til grunnþjónustunnar og einkvæðingastefnu á innviðunum. Slíkt frjálsræði yfir grunnþjónustunni er leið stjórnvalda til að afnema stjórn ríkisins yfir opinberri þjónustu og um leið afhenda atvinnufyrirtækjum aukið sjálfræði við ákvarðanatöku opinberra starfa og útilokar afskipti stjórnvalda. Við vitum að góð opinber þjónusta og réttur verkalýðsfélaga gerir líf alls almennings betra og kemur einnig í veg fyrir að hægt sé misnota launafólk. Við munum nýta öll okkar verkfæri sem nafni tjáir að nefna til að berjast gegn einkavæðingu á opinberri þjónustu og verja rétt stéttarfélaga og réttindi launafólks.

Að lokum vil ég segja þetta. Við þurfum að byggja upp okkar styrk enn frekar. Sá styrkur liggur hjá félagsfólki okkar í EPSU. Við munum safna saman okkar fólki og skilaboðin eru skýr til ykkar: Við þurfum að skipuleggja okkur, skipuleggja, skipuleggja, skipuleggja!“ sagði Mette Nord forseti EPSU að lokum.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)