Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

8. janúar 2025

Trúnaðarmenn sem boðberar góðrar geðheilsu

Trúnaðarmenn Sameykis hafa tækifæri á að sækja mikilvægt námskeið um góða geðheilsu. Mynd/AI

Við vekjum athygli á námskeiði fyrir trúnaðarmenn Sameykis um geðheilsu starfsfólks á vinnustöðum. Um er að ræða vinnustofu þar sem markmið námskeiðsins er að auka þekkingu og vitund trúnaðarmanna um mikilvægi góðrar geðheilsu.

Þá er markmiðið að byggja upp færni og sjálfstraust til að stuðla að umræðu um andlegt heilbrigði og geta borið kennsl á vanda í uppsiglingu ásamt því að bregðast við á viðeigandi hátt með forvarnir að leiðarljósi. Umsjón með námskeiðinu hefur Helena Jónsdóttir, stofnandi Mental ráðgjöf ehf.

Námskeiðið er gjaldfrjálst fyrir trúnaðarmenn Sameykis og er haldið 21. janúar kl. 9:00-12:00.

Nánari upplýsingar og skráning er að finna á vef Starfsmenntar, sjá hér.