Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

14. febrúar 2025

Stofnun ársins 2024 - verðlaunahafar

Stofnun ársins var haldin hátíðleg þar sem stofnanir ríkisins og vinnustaðir í borg og bæ voru veittar viðurkenningar. F.v. Njörður Njarðarson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Sigynjar, Kári Sigurðsson, formaður Sameykis, Júlía Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Þjóðskrá og Hildur Vala sem söng m.a. The Dark End of the Street sem The Commitments gerðu frægt í samnefndri bíómynd. Ljósmyndir/BIG

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu tilkynnti um valið á Stofnun ársins 2024 við hátíðlega athöfn í gær. Titlana Stofnun ársins 2024 hljóta þær stofnanir og starfsstaðir sem þykja skara fram úr á sviði mannauðsmála að mati starfsfólks. Hátíðin var að venju vel sótt og nýr formaður Sameykis bauð gesti á hátíðina velkoma.

„Mannauðskönnunin Stofnun ársins er stórt verkefni sem nær til 35 þús starfsmanna á opinberum vinnumarkaði, sem er enginn smá fjöldi. En hver er tilgangurinn?,“ spurði Kári og svaraði. Hann er fyrst og fremst að styrkja starfsumhverfi starfsfólks út frá þeirra sjónarhorni og veitir í leiðinni stjórnendum mikilvæg verkfæri til að vinna að umbótum á sínum vinnustað. Það er því afskaplega gaman að fá tækifæri hér sem nýr formaður Sameykis að veita þeim stofnunum og vinnustöðum viðurkenningu sem skarað hafa fram úr í mannauðsmálum,“ sagði Kári Sigurðursson, formaður Sameykis, og uppskar mikið lófaklapp.

Þá sagði hann að sér þætti einstaklega vænt um viðburðinn Stofnun ársins: „Mig þykir einstaklega vænt um þennan viðburð, ég hef í fjöldamörg ár tekið þátt þessari könnun og einnig verið svo heppinn að mæta hér í salinn. Ég hef verið hérna sem starfsmaður, stjórnandi á vinnustað og stjórnarmaður í Sameyki, og alltaf hefur mér fundist jafn gaman að mæta hingað.“


Kári Sigurðsson, formaður Sameykis.

Í ár tóku rúmlega 17.000 manns þátt í könnuninni sem var framkvæmd í október og nóvember 2024. Reykjavíkurborg er þátttakandi í könnuninni með allt sitt starfsfólk í þriðja sinn en allt starfsfólk hjá ríkinu hefur tekið þátt síðan 2011.

Stofnun ársins er samstarfsverkefni Sameykis, Fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og fjölmargra annarra stofnana og vinnustaða, en hún nær til um 35.000 manns sem starfa á opinberum vinnumarkaði. Niðurstöður könnunarinnar veita bæði mikilvægar upplýsingar um starfsumhverfi vinnustaða og samanburð við aðrar stofnanir.

Tilgangur með vali á Stofnun ársins er að taka eftir og veita þeim vinnustöðum viðurkenningar sem náð hafa framúrskarandi árangri við stjórnun mannauðs. Þá nýtist könnunin stjórnendum til að vinna að frekari umbótum í stjórnun og starfsumhverfi vinnustaða. Að lokum veitir könnunin aðhald til hagsbóta fyrir starfsfólk, skjólstæðinga, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila.

Titlana Stofnun ársins 2024 hljóta þeir vinnustaðir sem þykja skara fram úr í þeim þáttum sem mannauðskönnunin náði yfir að mati starfsfólks þeirra.

Stofnanir ársins 2024 – borg og bær í þremur flokkum:
- Félagsmiðstöðin Sigyn, Leikskólinn Lyngheimar, Hitt húsið.


Kristín Helgadóttir, leikskólastjóri í Leikskólanum Lyngheimum stók á móti viðurkenningunni Stofnun ársins 2024.

Stofnanir ársins 2024 – ríki í þremur flokkum:
- Kvikmyndasafn Íslands, Þjóðskrá íslands, Fjölbrautarskóli Suðurnesja.


Júlía Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Þjóðskrá, tók á móti viðurkenningunni Stofnun ársins 2024 og var hörku ánægð með árangurinn.

Hástökkvari ársins 2024:
- Borg og bær: Íbúðakjarni Rökkvatjörn.
- Ríki: Menningar- og viðskiptaráðuneytið.


Forstöðumaður og deildarstjóri hjá Íbúðakjarnanum Rökkvatjörn, Sigríður María Einarsdóttir og Garðar Þór Pétursson, deildarstjóri tóku á móti viðurkenningunni Hástökkvari ársins - borg og bær. Kári Sigurðsson, formaður Sameykis og Ingibjörg Sif Sigríðardóttir, varaformaður, afhentu þeim viðurkenninguna.


Snorri Jónsson, mannauðsstjóri, Menningar- og viðskiptaráðuneytisins, og Guðrún Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri, tóku á móti viðurkenningunni Hástökkvari ársins – ríki.


Stofnanir ársins 2024 – einn flokkur:
- Sjálfseignastofnanir og fyrirtæki í almannaþjónustu: Heilsustofnun NLFÍ.


Þórir Haraldsson forstjóri NLFÍ, tók á móti viðurkenningu Stofnun ársins 2024 í flokknum Sjálfseignastofnanir og fyrirtæki í almannaþjónustu.

Niðurstöðurnar voru kynntar að loknu vel heppnuðu málþingi um mannauðsmál og var yfirskrift þess Jákvæð vinnustaðamenning. Fyrirlesarar á málþinginu voru: Auðunn Gunnar Eiríksson, stjórnenda og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup, Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir, leiðtoga- og teymisþjálfar, Tómas Bjarnason, doktor í félagsfræði og Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur.
Málþingsstjóri var Sirrý Arnardóttir.

Fyrirmyndarstofnanir ársins í öllum flokkum má sjá hér.
Ljósmyndir frá Stofnun ársins má sjá hér.
Ljósmyndir frá málþinginu,Jákvæð vinnustaðamenning má sjá hér.