Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

5. júní 2025

Breytingar á úthlutunarreglum sjúkrasjóðs frá 1. júlí 2025

Stjórn styrktar- og sjúkrasjóðs og stjórn Sameykis hafa samþykkt breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins til að tryggja jákvæða stöðu sjóðsins. Breytingar taka gildi 1. júlí næstkomandi. Helstu breytingar eru eftirfarandi.

  • Hámarks fæðingarstyrkur mun lækka í 200.000 kr.
  • Hámark tannlæknastyrks mun lækka í 110.000 kr.
  • Þak verður sett á greiðslur sjúkradagpeninga og miðast þakið við 750.000 kr. laun á mánuði.
  • Hætt verður að styrkja legháls og brjóstakrabbameins skoðanir kvenna þar sem þær skoðanir eru komnar inn í sjúkratryggingakerfið.

Eins og áður segir taka þessar breytingar gildi 1. júlí og eru félagsmenn hvattir til að sækja um fyrir þann tíma ef þeir eiga eldri kvittanir því ekki verður hægt að gera undanþágur aftur í tímann. Ef félagsfólk hefur fengið samþykkta sjúkradagpeninga fyrir 1. júlí mun sú samþykkt gilda út þann tíma sem félagsfólk fékk samþykktan.

Hér getur þú nálgast: