Baráttudagur launafólks um allan heim verður svo sannarlega með öðru sniði í ár en við eigum að venjast. Engar fjölmennar baráttugöngur um bæi og borgir vegna samkomubanns en slíkt hefur aldrei gerst síðan fyrsta baráttugangan var farin hér á landi árið 1923.
Yfirskriftin í ár er "Baráttan fyrir betra þjóðfélagi" og er þar vísað í baráttusöng launafólks Internationallann. Við ásamt öðrum stéttarfélögum á landinu höfum reynt að aðlaga okkur ástandinu og munum við vera ofur virk á samfélagsmiðlum, blöðum og í sjónvarpi í staðinn, því við viljum fyrir allan mun senda okkar frábæra félagsfólki baráttukveðjur í tilefni dagsins.
Við munum sýna samstöðu með öðrum hætti en áður - en ekkert minni!
1. maí í stofunni heima
Föstudagskvöldið 1. maí munu heildarsamtök launafólks í landinu, BSRB, ASÍ, BHM og KÍ, standa fyrir sérstakri skemmti- og baráttusamkomu í Hörpu sem sjónvarpað verður á RÚV föstudaginn 1. maí klukkan 19:40. Þar munu landsþekktir tónlistarmenn og skemmtikraftar koma saman auk þess sem flutt verða hvatningarorð frá forystu verkalýðshreyfingarinnar. Meðal listamanna sem koma fram eru Ragnheiður Gröndal, Bubbi Morthens, Amabadama, Jói P og Króli, Ellen Kristjáns og Auður, Jakob Birgisson uppistandari, KK og Lúðrasveit verkalýðsins.
Á N4 verður einnig glæsileg hátíðardagskrá kl. 13:00 þann 1. maí - Sjá auglýsingu hér
Við hvetjum ykkur líka til þess að ná ykkur í "facebook-skjöld" með tákni baráttunnar, (sjá BSRB facebook)
Ávarp formanns Sameykis Árna Stefáns Jónssonar (birt 1. maí)
Teiknimyndasamkeppni í tilefni af 1. maí
Það er engin ástæða til að bæla byltingarandann. Taktu lagið heima i stofu!