13. október 2025
Nýtt orlofshús á Egilsstöðum

Síðastliðin vetur bættist við ný og glæsileg endaíbúð í raðhúsi við Bláargerði 34A á Egilsstöðum í orlofskerfi Sameykis.
Síðastliðin vetur bættist við ný og glæsileg endaíbúð í raðhúsi við Bláargerði 34A á Egilsstöðum í orlofskerfi Sameykis.
Húsið er bjart, rúmgott og nútímalegt með öllum helstu þægindum fyrir félagsfólk. Má þar nefna heitan pott og tómstundaherbergi með ballskák-, borð-tennisborði og píluspjaldi.
Gistipláss er fyrir allt að átta manns en í húsinu er þrjú svefnherbergi auk svefnlofts; eitt tvíbreitt rúm í hjóna-herbergi og tvö einstaklingsrúm í öðru herbergi. Koja er í þriðja herberginu en einstaklingsrúm á svefnlofti. Þá er barnaferðarúm til staðar. Húsið er staðsett í jaðri byggðarinnar í fallegri ósnortinni náttúru allt um kring en þó í göngufæri frá allri helstu þjónustu.
Hvort sem er yfir sumartímann eða á snæviþöktum vetrardögum má alltaf finna afþreyingu við hæfi á Austurlandi.
Frábær kostur fyrir fjölskyldur sem vilja sameina þægindi og náttúruupplifun.


