Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

21. maí 2025

Góður dagur í Sameykislundinum í Heiðmörk

Sameyki stóð fyrir fjölskylduferð í reit félagsins í Heiðmörk sl. sunnudag. Veðrið lék við félagsfólk og gróðursettar voru birkiplöntur og berjarunnar í góðu skjóli í Sameykis lundinum. Við búumst við því að á næstu árum geti félagsfólk tínt sér ber til matar af trjánum sem þar voru gróðursett.

Þessi viðburður er nú haldinn í annað sinn síðan heimsfaraldrinum lauk og verður árlega farið í fjölskylduferð í Sameykislundinn með félagsfólki.

Hægt er að skoða ljósmyndir úr ferðinni í myndasafni Sameykis hér.