Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

5. ágúst 2025

Hagfræðingar BSRB og ASÍ fjalla um kynjamisrétti á vinnumarkaði

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingar hjá ASÍ.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá BSRB og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ, hafa birt á vefum bandalaganna mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti á vinnumamarkaði. Þar er margt fróðleg að finna um launamisrétti og kjaramál ásamt talnagröfum. Í pistlunum fjalla þær m.a. um kynbundinn launamun á íslenskum vinnumarkaði og byggja þær tölfræðina sem þar birtist úr skýrslu Kjaratölfræðinefndar sem kom út í vor.

Kjaratölfræðinefnd er samstarfsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem hefur það m.a. að markmiði að skapa sameiginlegan skilning á þróun kjaramála með útgáfu vandaðrar og aðgengilegrar launatölfræði.

Hægt er að lesa nýjustu pistla þeirra hér og eldri pistla á vef BSRB, sjá hér.