5. ágúst 2025
PSI: „Opinber þjónusta og lýðræði er skotmarkið“

Alþjóðasamtök opinberra starfsmanna (PSI) hafa blásið í herlúðra gegn hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar til að verja opinbera þjónustu.
Alþjóðasamtök opinberra starfsmanna (PSI), sendi frá sér fréttatilkynningu á Alþjóðlegum degi almannaþjónustunnar 23. júní sl. Þar sem segir að dagurinn í ár hafi öðlast nýja og mikilvægari merkingu en áður, og hefur PSI blásið í herlúðra gegn hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar til að verja opinbera þjónustu.
„Áratugir nýfrjálshyggjupólitíkur hafa aukið ójöfnuð og grafið undan opinberum stofnunum, sem hefur vakið reiði almennings og skapað skilyrði fyrir niðurbroti almannaþjónustunnar sem nú stendur yfir.
Nú sjáum við breytingar á stefnu nýfrjálshyggjunnar í fjölmörgum ríkjum gagnvart störfum og opinberri þjónustu með niðurskurði og einkavæðingu. Þetta er grundvallarbreyting víða og táknar hættu fyrir lýðræðið, almannaþjónustu og stéttarfélög um allan heim. Þetta er breyting sem við verðum að skilja og bregðast strax við. [...] Um allan heim eru stéttarfélög að koma opinberri þjónustu á dagskrá stjórnmálanna— ekki með kurteislegri hagsmunagæslu, heldur með grófum og miklum krafti. Bæði úti á götum og við kjörkassann. Opinber stéttarfélög krefjast þess að gripið verði til afgerandi aðgerða.
Ógnir þessar sem alræðissinnar og auðkýfingar um heim allan gera á opinbera þjónustu, starfsmenn hennar og stéttarfélög þeirra, eru fordæmalausar. Og það er ástæða fyrir því að almannaþjónustan er skotmarkið. […] Alræðissinnar ráðast að þeim sem veita opinbera þjónustu vegna þess að opinber almannaþjónusta er síðasta varnarlínan milli lýðræðis og auðræðis.
[…] Á hverjum einasta degi þegar starfsfólk veitir opinbera þjónustu er það viðspyrna gagnvart þeim sem aðhyllast markaðshyggju í sinni öfgakenndustu mynd. Þegar við veitum heilbrigðisþjónustu, menntun og aðra grunnþjónustu til allra borgara – óháð auði þeirra eða stöðu – þá erum við að byggja heim sem grundvallast á samstöðu og jöfnuði fremur en gróða, arðráni og misnotkun. Og stéttarfélög opinberra starfsmanna standa vörð um milljónir félagsmanna sinna sem veita þessa þjónustu, og verja hana,“ segir í tilkynningunni.
Sjá grein eftir Daniel Bertossa, framkvæmdastjóra PSI, vegna þessa hér.