7. ágúst 2025
Sameyki styður réttindabaráttu hinsegin fólks

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga.
Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu styður réttindabaráttu hinsegin fólks og regnbogafánarnir blakta að sjálfsögðu við hún við skrifstofur Sameykis í BSRB-húsinu þessa dagana. Hinsegin dagar hófust með hátíðlegri athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur 5. ágúst sl.
Í dag 7. ágúst eru 12 viðburðir í boði á Hinsegin dögum. Hægt er að kynna sér dagskrána og aðgengi að viðburðum hér.
Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni.
Góða skemmtun og fögnum fjölbreytileikanum á Hinsegin dögum!