11. ágúst 2025
Hækkun styrkja hjá Starfsmenntunarsjóði

Frá og með 1. september nk. munu fjárhæðir tveggja styrkja hjá Starfsmenntunarsjóði Sameykis hækka.
Frá og með 1. september nk. munu fjárhæðir tveggja styrkja hjá Starfsmenntunarsjóði Sameykis hækka.
Styrkur til lífsleikni hækkar í kr. 50.000 eða um tíu þúsund krónur og hámark styrks til náms og kynnisferða hækkar í kr. 140.000. Breytingarnar taka gildi eins og áður sagði frá og með 1. september og eiga við ferðir og námskeið (lífsleikni) sem eiga sér stað eftir þann tíma.
Hægt er að sækja um styrki inn á Mínum síðum Sameykis.