18. ágúst 2025
NSO ráðstefna í Helsinki

Stjórnarhöllin (The Government Palace) er bygging framkvæmdastjórnar finnska ríkisráðsins. Hún gnæfir yfir öldungadeildartorginu í miðborg Helsinki. Í stjórnarhöllinni eru forsætisráðuneytið, skrifstofa dómsmálaráðherrans og flestar deildir fjármálaráðuneytisins. Ljósmynd/Axel Jón
Nú stendur yfir samnorræn ráðstefna stéttarfélaga opinberra starfsmanna (NSO) í Helsinki í Finnlandi frá 18. ágúst til 20. ágúst. Átta manna hópur úr stjórn Sameykis sækir ráðstefnuna þar sem formenn og starfsfólk stéttarfélaganna á Norðurlöndunum hittast og bera saman bækur sínar. Á fyrsta degi ráðstefnunnar voru flutt sérstök erindi um húsnæðismál í Færeyjum og á Íslandi.
Þá verður m.a. fjallað um öryggismál og opinber störf í varnarmálum. Jarno Limnéll, doktor í í hernaðarvísindum og þingmaður NCP á finnska þinginu, mun flyta fyrirlestur um varnarmál vegna árásarstríðs Rússa í Úkraínu ofl.