25. ágúst 2025
NTR ráðstefna opinberra starfsmanna á Norðurlöndunum hafin í Kaupmannahöfn

Lene Roed, formaður HK Kommunal, við setningu ráðstefnunnar. Ljósmynd/Axel Jón
Í dag hófst formlega NTR-ráðstefna í Kaupmannahöfn þar sem fulltrúar og starfsfólk stéttarfélaga opinberra starfsmanna sem starfa á sveitarstjórnarstiginu á Norðurlöndunum koma saman og ræða grunnþjónustu, innviði, menntamál, vinnumarkað og tækni, og auðvitað verkalýðspólítík.
Lene Roed, formaður HK Kommunal í Danmörku, setti ráðstefnuna í gærkvöldi með því að bjóða fólk velkomið og kynna því dagskrána. Lene hefur starfað innan verkalýðshreyfingarinnar frá árinu 1985. Hún hefur verið formaður HK frá árinu 2020 og var endurkjörinn á síðasta ári. Í HK eru alls um 44 þúsund félagsmenn.
Í gær mættu 35 fulltrúar BSRB til Kaupmannahafnar til að sækja ráðstefnuna heim að þessu sinni; frá Kili stéttarfélagi, Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar, Starfsmannafélagi Vestmannaeyja, Starfsmannafélag Mosfellsbæjar, Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu, Starfsmannafélagi Kópavogs og FOSS.
Ráðstefnunni lýkur á morgun 26. ágúst.