26. ágúst 2025
Næsta NTR-ráðstefna haldin í Færeyjum 2027

Lene Roed, formaður HK afhendir Biritu Fritleifsdóttur Kjærbæk, varaformanns Starvsfelagsins, líkneskið Iðunni.
NTR-ráðstefnan í Kaupmannahöfn er nú lokið. Hún verður haldin næst eftir tvö ár í Þórshöfn í Færeyjum. Birita Fritleifsdóttir Kjærbæk, varaformaður Starvsfélagsins í Færeyjum, tók við formennsku NTR næstu tvö árin fyrir hönd Suni Selfoss, formanns félagsins af Lene Roed. Við það tækifæri sagði Birita að henni hlakkaði til undirbúningsins og bjóða stéttarfélögum sem starfa á opinberum vinnumarkaði á Norðurlöndunum til næstu ráðstefnu.
Þema NTR-ráðstefnunnar að þessu sinni var aðallega tæknibyltingin sem orðið hefur með tilkomu gervigreindar, framtíðarvinnumarkaðurinn, ungt fólk á vinnumarkaði og símenntun.
Stjórn NTR sendi frá sér yfirlýsingu sem var undirrituð af formönnum stéttarfélaganna þar sem segir að stéttarfélögin standi á styrkum grunni samstöðu á tímum sem krefjast stöðugar aðlögunar og þróunar.
„Við erum sannfærð um að öryggi á vinnumarkaði skapist með því að tryggja tækifæri til náms alla ævi. Það er réttur hvers launamanns og lykill bæði að persónulegum vexti og samfélagslegum ávinningi. Sem stéttarfélög gegnum við lykilhlutverki í því að tryggja að þessi tækifæri séu til staðar – fyrir alla.
Á sama tíma verðum við að þróa og útvíkka félagslegt starf okkar stéttarfélaga. Z – kynslóðin er sú yngsta á vinnumarkaði – hún er ekki aðeins framtíðin, heldur nú þegar mikilvæg afl í skipulagi stéttarfélaganna. Til að fá fleiri unga félagsmenn og trúnaðarmenn verðum við að hlusta, skapa skýr tengsl og gefa svigrúm til áhrifa,“ segir í yfirlýsingunni.

Formenn stéttarfélaganna undirrita sameiginlega yfirlýsingu að lokinni ráðstefnunni. Ljósmynd/Axel Jón
Þá afhenti Lene Roed formennskuna til Biritu og færði henni við það tækifæri líkneski af Iðunni, gyðjunni í norrænni goðafræði sem gegnir því hlutverki að gæta gulleplanna sem tryggja goðunum eilífa æsku. Norrænni hefð fyrirfinnst varla.
Birita þakkaði fyrir góða og upplýsandi ráðstefnu og sagði: „Þegar við förum til Færeyja eftir tvö ár skuluð þið ekki gleyma að taka með ykkur hlýjan fatnaði. Þar er allra veðra von, ólíkt veðrinu hér í Danmörku. Bestu þakkir fyrir upplýsandi erindi og takk fyrir ánægjulega samveru hérna í Kaupmannahöfn. Við sjáumst á næstu NTR-ráðstefnu í Þórshöfn 5. – 7. september 2027.