Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

11. september 2025

Nýtt Tímarit Sameykis– fjölbreytt efni um samfélag og opinber störf

Í septemberútgáfu Tímarits Sameykis er formaður BSRB, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, í ítarlegu viðtali.

Tímarit Sameykis er nú á leið úr prentun og mun verða borið út til félagsfólks eftir helgina. Í tímaritinu er sjónum beint að fjölbreyttum málum sem varða félagsfólk og samfélagið í heild. Fjallað er um opinber störf og mikilvægi þeirra sem burðarás í velferðarkerfinu. Þá er rýnt í áhrif gervigreindar á vinnumarkaðinn, þær breytingar sem hún getur haft í för með sér og þau tækifæri sem skapast með ábyrgu innleiðingarferli.

Greint er frá helstu niðurstöðum NTR- og NSO-ráðstefna opinbers starfsfólk sem starfar annars vegar hjá sveitarfélögum og hins vegar hjá ríki þar sem rætt var um grunnþjónustu, innviði og lýðræðislega þátttöku, auk þeirra áskorana sem fylgja tæknibyltingu. Einnig er fjallað um stöðu íslenska húsnæðismarkaðarins í grein eftir Gunnstein R. Ómarsson, framkvæmdastjóra Sameykis.

Í blaðinu má lesa grein eftir Daniel Bartossa, framkvæmdastjóra PSI (Alþjóðleg samtök stéttarfélaga opinberra starfsmanna), sem leggur áherslu á samstöðu í baráttunni fyrir sterkri opinberri þjónustu. Þá birtist grein hagfræðinga Eurofound um þróun lágmarkslauna innan ESB. Að lokum er ítarlegt viðtal við Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formann BSRB, þar sem hún ræðir verkalýðspólitík, ábyrgð og gagnsæi í starfi stéttarfélaga o.fl.

Tímaritið er stútfullt af fleira fróðlegu efni. Fastir liðir eru auðvitað á sínum stað eins og vegnjulega: Leiðaragrein eftir formann Sameykis, Kára Sigurðsson, Skop Halldórs Baldurs, Stoppað í matargatið, krossgátur, vinningshafi síðustu krossgátu, Sudoku o.m.fl. Við vekjum sérstaka athygli á að til að fá tímaritið sent í pósti þarf að skrá sig á póstlista með því að smella hér.