22. september 2025
Samfélagið með gleraugum skopmyndateiknarans Halldórs Baldurs

Skopmynd eftir Halldór Baldursson sem birtist í 3. tbl. 2025 Tímarits Sameykis.
Sameyki hefur birt í hverju tölublaði Tímarits Sameykis mynd eftir skopmyndateiknarann Halldór Baldursson. Á vef Sameykis er hægt að skoða úrval skopmynda sem hafa birts í tímaritinu frá árinu 2021 þar sem hann dregur upp litríkar og beittar myndir af samfélaginu. Ekki þarf að fullyrða frekar um það að Halldór hefur gott auga fyrir bæði hinu mannlega og pólitíska lífi þjóðarinnar og nær að fanga andann í samtímanum á sinn einstaka hátt með húmor, hnyttni og ádeilu.
Hægt er að skoða skopmyndir Halldórs Baldurssonar á vef Sameykis hér.