Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

26. september 2025

ASÍ birtir greiningu á verðbólgu í september

ASÍ bendir á að matvöruverð hafi tekið að hækka á ný eftir tiltölulega kyrrstætt tímabil. Ljósmynd/úr myndasafni

Á vef ASÍ birtir Verðlagseftirlit sambandsins grein þar sem farið er yfir þróun verðbólgu í september. Þar er að finna upplýsingar og greiningu á þeim hækkunum sem orðið hafa á ýmsum vörum og þjónustu, auk þess sem fjallað er um lækkanir sem hafa vegið á móti.
Í greiningunni kemur fram að hækkun húsnæðiskostnaðar hafi vegið þungt ásamt hærra verði á fatnaði og skóm eftir lok útsölutímabils. Þá er einnig bent á að matvöruverð hafi tekið að hækka á ný eftir tiltölulega kyrrstætt tímabil, þar sem sérstaklega hafi borið á hækkunum á kjöti og sælgæti.

Auk þess er í greininni fjallað um þá liði sem draga úr verðbólgu, til dæmis lækkun á flutnings- og ferðakostnaði. Í greininni bregður Verðlagseftirlit ASÍ upp heildarmynd af stöðunni þar sem rýnt er í áhrifin sem mismunandi vöruflokkar hafa á launafólk og útgjöld heimilanna.

Sjá grein Verðlagseftirlits ASÍ hér.