Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

26. september 2025

Fjölbreytt og skemmtileg Gott að vita námskeið í boði fyrir félagsfólk

Sameyki í samstarfi við Framvegis miðstöð símenntunar býður upp á námskeið og fyrirlestra fyrir félagsfólk því að kostnaðarlausu. Vakin er athygli á að nauðsynlegt er að skrá sig – fyrstur kemur fyrstur fær. Mikilvægt er að tilkynna forföll. Alla jafna eru biðlistar á námskeiðin og svekkjandi ef ekki er hægt að nýta sætin.

Viðburðir á haustönn verða flestir í húsi, ýmist hjá Framvegis Borgartúni 20, eða víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Nokkrir viðburðir verða alfarið á netinu og fá þátttakendur senda krækju á námskeið þegar nær dregur. Þau sem ekki eru vön fjarnámi eru hvött til að hafa samband við Framvegis og fá leiðbeiningar áður en viðburður sem þau skrá sig á hefst.

Þá er mikið úrval námskeiða er í boði í samstarfi við Farskóla Norðurlands vestra, Símey og fleiri stéttarfélög á Norðurlandi.

Nánari upplýsingar og skráningu má finna á vef Sameykis hér.