Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

1. október 2025

Breið gjá milli tekjuhópa samkvæmt nýrri skýrslu Vörðu

Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins. Samsett mynd/Axel Jón

Ný skýrsla rannsóknarstofnunarinnar Vörðu sýnir að breiða gjá milli tekjuhópa á vinnumarkaðnum. Þetta kemur fram í nýrri könnun Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins á stöðu launafólks á Íslandi sem kynnt var í gær.

Framkvæmdastjóri Vörðu, Kristín Heba Gísladóttir, sagði að skýrsla rannsóknarstofnunarinnar sýni að tekjulægri hópar eiga verulega erfiðara með að mæta óvæntum útgjöldum; aðeins sex af hverjum tíu heimilum geta staðið undir 100.000 króna kostnaði án skuldsetningar og stór hluti lágtekjufólks býr ekki yfir sparnaði eða svigrúmi til að mæta slíkum útgjöldum.

Skýrslan bendir einnig á að innflytjendur standi verr að vígi og eru með lægri tekjur fyrir sömu störf þrátt fyrir að vera meira menntaðir. Líkamleg og andleg heilsa eru í lakari mæli hjá þeim sem eru á lægstu laununum, en allt að fjórir af hverjum tíu með tekjur undir 499.000 kr. í mánaðarlaun og sá hópur telur heilsu sína sem mjög eða frekar slæma.

Rannsóknin náði til félagsfólks hjá ASÍ og BSRB með tæpum 25.000 svörum. Þetta er fimmta árið í röð sem Varða gerir sambærilega könnun um stöðu launafólks á íslenskum vinnumarkaði.

Lesa má skýrslu Vörðu hér.