2. október 2025
Konur á örorku búa við miklar áskoranir

Konur eru í meirihluta þeirra sem fá örorkulífeyri eða endurhæfingarlífeyri. Mynd/sviðsett mynd/úr safni
Hagfræðingarnir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hjá BSRB og Steinunn Bragadóttir hjá ASÍ hafa birt mánaðarlegar greiningar á stöðu kvenna á vinnumarkaði í tengslum við Kvennaár 2025. Í nýjustu grein þeirra kemur fram að konur eru í meirihluta þeirra sem fá örorkulífeyri eða endurhæfingarlífeyri – um 61 % og 63 % árið 2024. Þær hafa oftar en aðrir unnið við þung vinnuskilyrði, borið ábyrgð á börnum með aukna umönnun, og glíma við fjárhagsörðugleika og húsnæðisóöryggi.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá BSRB og Steininn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ.
Markmið nýs fyrirkomulags örorku- og endurhæfingarkerfis eru m.a.: að draga úr tekjutengingum, styrkja hvata til þátttöku á vinnumarkaði, efla stuðning í endurhæfingu og koma í veg fyrir að fólk falli á milli kerfa. Árið 2024 voru um 20.800 einstaklingar með örorkulífeyri hjá TR, þar af 12.600 konur og 8.200 karlar.
Með breytingunum sem tóku gildi 1. september hækkuðu hámarksgreiðslur og einfaldaðar voru skerðingareglur. BSRB leggur áherslu á að tryggja réttindi þeirra sem missa starfsorkuna, sérstaklega kvenna sem jafnan bera þyngri byrðar.
Þá segja þær að mun hærra hlutfall kvenna í hverjum aldurshópi eru á örorku en karlar, að undanskildum yngsta aldurshópnum. Athygli vekur að kynjamunurinn vex með aldri, sérstaklega eftir fertugt.Það er nöturleg staðreynd að 28% kvenna á Íslandi á aldrinum 60-66 ára séu að mestu utan vinnumarkaðar vegna heilsubrests.
Lesa má grein Sigríðar Ingibjargar og Steinunnar sem birtist fyrst á Vísi hér.