Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

2. október 2025

Mikil óánægja með Kópavogsmódelið

Mikil óánægja er meðal foreldra með Kópavogsmódelið. Samsett mynd/Axel Jón

Í nýrri könnun sem Varða - Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins hefur birt sem ber yfirskriftina Viðhorf foreldra til Kópavogsmódelsins í leikskólamálum kemur fram að hið svokallaða Kópavogsmódel muni grafa undan stöðu launafólks og skapa ójöfnuð á vinnumarkaði. Í grein á Vísi sem Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, skrifar er bent á að breytingar á leikskólamálum í Kópavogi, eins og gjaldskrárhækkun og fækkun vistunartíma, hafi orðið til þess að foreldrar, einkum mæður, þurfi að draga úr vinnuframlagi eða sleppa atvinnuþátttöku.

„Fjarvera mæðra af vinnumarkaði dregur úr tekjum, starfsþróunarmöguleikum og lífeyrisréttindum þeirra. Því hafa breytingarnar sem Kópavogsmódelið hefur í för með sér neikvæð áhrif á jafnrétti til langs tíma,“ segir Tatjana í grein sinni.

Sama kemur fram í skýrslu Vörðu, að mikil óánægja er meðal foreldra vegna skráningadaga og safnskóla. Á skráningardögum, þurfa foreldrar sérstaklega að skrá börnin sín og er börnum frá mismunandi leikskólum safnað saman í einu húsnæði. Á þessum dögum eru börnin því í óþekktu umhverfi, með nýrri samsetningu af börnum og starfsfólki.

Þá hafa stéttarfélög varað við að ef staðan verður ekki leiðrétt gæti leiðin til einstaklingsbundinna samninga aukið mun á félagslegri og efnahagslegri stöðu launafólks á vinnumarkaðnum. Sjá skýrslu ASÍ hér.

Skýrslu um Kópavogsmódelið sem Sunna Símonardóttir. lektor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, gerði fyrir Vörðu má lesa hér.