3. október 2025
BSRB og ASÍ: Reykjavíkurborg í uppgjöf – foreldrar bera byrðarnar

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Ljósmynd/BIG.
Forystumenn ASÍ og BSRB, Finnbjörn A. Hermannsson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, segja í aðsendri grein á Vísi í dag að tillögur Reykjavíkurborgar um styttri vistun leikskólabarna, hærri gjöld og tekjutengingu í leikskólamálum séu uppgjöf gagnvart barnafjölskyldum. Som við að borgin sé að læra af Kópavogsmódelinu, sem hefur verið harðlega gagnrýnt af foreldrum og heildarsamtökum launafólks.
„Þær valda ASÍ og BSRB gríðarlegum áhyggjum. Í stað raunverulegra aðgerða til að fjölga starfsfólki, og treysta grundvöll leikskólastarfsins, er verið að þrýsta á foreldra að draga úr leikskóladvöl barna sinna og hækka gjaldskrá verulega á þau sem ekki hafa tök á því,“ segja forystumenn verkalýðshreyfingarinnar.
Þá segja Sonja og Finnbjörn að breytingarnar á gjaldskránni, sem ætlað er að mynda hvata til að stytta dvalartíma en eru í raun refsing fyrir þau sem þurfa heilsdagspláss, hafa lang mest áhrif til hækkunar hjá einstæðum foreldrum með mánaðartekjur yfir 542.000 kr.
„Þá auka breytingarnar einnig verulega gjaldtöku á sambúðarfólk með mánaðartekjur yfir 396.000 kr. á mann sem þurfa á dagvistun að halda í 8 stundir á dag eða meira. Sem dæmi hækka leikskólagjöld einstæðra foreldra sem nýta skráningardaga og eru með tekjur á bilinu 542.000 til 792.000 á mánuði um 65% ef barnið er 8 tíma á dag á leikskólanum og um 100% ef dvalartíminn er 8,5 tímar.“
Lesa má greinina hér á visir.is