Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

7. október 2025

Nýtt skref í leikskólamálum eða afturhvarf í jafnréttisbaráttunni

Í umsögn BSRB til Reykjavíkurborgar um stefnu 0–6 ára barna segir að jafnrétti þurfi að vera leiðarljósið í leikskólamálum Reykjavíkurborgar og að ekki megi draga úr þjónustu eða né þyngja byrðar foreldra. Samsett mynd/Sameyki

Í umræðunni um fyrirhugaðar breytingar á leikskólamálum í Reykjavík hafa BSRB og ASÍ harðlega gagnrýnt fyrirhugaðar breytingar og bent á neikvæð áhrif á jafnrétti, velferð barna og félagslega stöðu kvenna. Þá bætist við sú staðreynd sem greining hagfræðinga BSRB og ASÍ um lífsskilyrði kvenna sem fara á örorku munu slíkar breytingarnar í leikskólamálum draga enn meira úr jöfnuði sem geta leitt til sífellt verri stöðu þeirra fjölskyldna sem hafa minnst fjárhagslegt svigrúm.

Þá segir að ef Reykjavíkurborg myndi innleiða módel í leikskólamálum sem takmarkar dvalartíma barna og breytir fjármögnunarkerfum á þann hátt að foreldrar beri meiri kostnað eða færir þjónustubyrðina frá leiksólakerfinu yfir á einstaklinga þá er hætta á að slík kerfisbreyting hafi í för með sér að þær fjölskyldur sem geta valið eða borgað meira munu njóta þjónustunnar. Hin sem hafa minni getu til að mæta hærri útgjöldum, sem oft eru konur á lægri launum, samanber rannsókn nýlegrar könnunar Vörðu, njóta minni hagsældar og verði sífellt þrengri stakkur sniðinn í samfélaginu. BSRB leggur til að slíkar breytingar verði ekki teknar upp án undirbúnings, áhrifagreininga og skipulegrar stefnu sem leitast eftir að vernda ekki aðeins jafnræði í aðgengi heldur einnig varnir gegn félagslegri skekkju. Breytingar á leikskólamálum, sem BSRB og ASÍ óttast að verði markaðsmiðaðar eða forgangsraðað á kostnað þeirra sem standa höllum fæti, verður að vera mótuð í ljósi þessara staðreynda. Með því að líta til þeirra kerfisbundnu vandamála sem blasa við, sem rannsókn Vörðu hefur staðfest, er ljóst að breytingar sem styrkja jöfnuð er forgangsmál velferðar í samélaginu. Auk þess kemur fram í umsögn BSRB sem vísað er í hér að neðan að breytingar á leikskólamálum verði ekki gerðar þannig að þær verði hindrun fyrir atvinnuþátttöku foreldra og þar með jafnrétti kynjanna.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, hafa bent á í sameiginlegri grein sem birtist á Vísi að dvalartími barna á leikskólum, fjármögnun og skipulag þjónustunnar hafi bein áhrif á jafnrétti kynjanna vegna þess hvernig ábyrgð umönnunar barna hvílir gjarnan meira á konum og að þær fyrirhuguðu breytingar sem Reykjavíkurborg ætlar að gera að fyrirmynd Kópavogsmódelsins veita foreldrum takmarkaðra val, leiða til hærri kostnaðar og gætu aukið launamun og félagslega mismunun. Í umsögn BSRB til Reykjavíkurborgar um stefnu 0–6 ára barna segir að jafnrétti þurfi að vera leiðarljósið í leikskólamálum Reykjavíkurborgar og að ekki megi draga úr þjónustu eða né þyngja byrðar foreldra.