Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

8. október 2025

Sameyki kallar eftir umbótum í málefnum fangavarða

Ljósmynd/Kveikur/RÚV

Í nýlegum pistli á vef Sameykis eftir Jennýju Stefánsdóttur, lögfræðings Sameykis, undir yfirskriftinni „Bótaréttur fangavarða: Mikilvæg trygging í krefjandi starfi“ er vakin athygli á hversu mikilvægt það sé að fangaverðir njóti öryggis í störfum sínum og tryggs bótaréttar vegna starfsáhættu sem fylgir starfi fangavarða.

Í pistlinum kemur einnig fram að núverandi stofnanasamningur milli Fangelsismálastofnunar ríkisins og Sameykis frá 15. júní 2017, og hafi formlega átt að vera endurskoðaður annað hvert ár. Enn sem komið er skorti hins vegar framgang í þeim efnum sem taki mið af ábyrgð, verkefnum og aðstæðum sem fangaverðir vinna við dag hvern.

Ein helsta gagnrýnin beinist að því að ríkislögmaður hafi breytt framkvæmd sinni varðandi bótaskyldu vegna atvika þar sem fangaverðir verða fyrir í störfum sýnum eins og til þegar þeir verða fyrir líkamsárásum líkt og greint var frá í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær og þegar skvett er á þá þvagi og saur. Þrátt fyrir að slíkt hafi áður talist bótaskylt, hafi ríkislögmaður nú neitað bótaskyldu ef ekki er sýnt fram á beint líkamstjón.

Sameyki mótmælir þessari breyttu afstöðu og lýsir því yfir að félagið muni „láta reyna á umrædda afstöðu fyrir dómstólum til að fá úr því skorið hvar mörk ákvæðisins liggja.“ Félagið kallar jafnframt eftir því að stjórnvöld tryggi fjármagn til nýs stofnanasamnings.

Lesa má pistil lögfræðings Sameykis hér.

Sjá má fréttaskýringaþátt Kveiks hér.