9. október 2025
Opið fyrir umsóknir um leiguíbúðir hjá Bjargi í Reykjanesbæ

Nýjar íbúðir við Trölladal í Reykjanesbæ
Sameyki vekur athygli á 30 nýjum leiguíbúðum sem eru lausar til úthlutunar hjá Bjargi íbúðafélagi í Trölladal í Reykjanesbæ.
Um er að ræða 30 íbúðir í sex húsum sem verða boðnar til úthlutunar fyrir félagsfólk. Íbúðirnar verða tveggja til fimm herbergja og eru í sex, tveggja hæða húsum. Fyrsta skóflustunga var tekin í maí 2025 og er áætlað að fyrstu íbúðir verði tilbúnar í júlí 2026. Sjá frekari upplýsingar um úthlutun hér.
Gæludýrahald verður leyft í íbúðum á jarðhæð. Sjá nánar um reglur Bjargs um gæludýrahald hér.