21. október 2025
Síðasti séns að kaupa miða á haustfagnað lífeyrisdeildar

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á haustfagnað lífeyrisdeildar 29. október. Samsett mynd/Sameyki
Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á haustfagnað lífeyrisdeildar Sameykis sem haldinn verður miðvikudaginn 29. október frá kl. 12.00 til 15.00 í Gullhömrum í Grafarholti.
Boðið verður upp á steikarhlaðborð með kalkún og purusteik ásamt meðlæti og karamellusúkkulaðimús með passionkremi. Þá er í boði að panta grænmetisrétt eða veganrétt. Vinsamlega sendið upplýsingar þar um á netfangið jakobina[hjá]sameyki.is
KK kemur og flytur tónlist af sinni alkunnu snilld. Sólrún B. Valdimarsdóttir leiðir dans og Páll Sigurðsson spilar undir.Félagsfólk má bjóða með sér einum gesti. Verð 6.000 kr. á mann en síðasti dagur til að skrá sig er fimmtudagurinn 23. október n.k.
Kaupa miða á haustfagnaðinn hér