Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

22. október 2025

Stofnfundur fagdeildar félagsfólks sem starfar við frítímastörf

Stofnfundur fagdeildar félagsfólks í Sameyki sem starfar við frítímastörf verður haldinn þriðjudaginn 4. nóvember kl. 10:00.

Stofnfundur fagdeildar félagsfólks í Sameyki sem starfar við frítímastörf verður haldinn þriðjudaginn 4. nóvember kl. 10:00 í félagamiðstöð BSRB á Grettisgötu 89, 1. hæð.

Hlutverk fagdeilda er m.a. að vinna að því að hver félagi sem til þess hefur rétt sé meðlimur í deildunum, að fylgjast með því að kjarasamningar séu haldnir og réttindi starfsfólks séu í heiðri höfð, að veita stjórn Sameykis aðstoð við söfnun gagna og upplýsinga, að efla gagnkvæman skilning og stuðla að fræðslu- og menningastarfi, efla upplýsingaflæði milli aðila.

Um er að ræða starfsfólk sem vinnur að tómstunda-, æskulýðs- og félagsstarfi innan mennta- eða velferðarkerfisins, Á fundinum verður valið nafn á deildina, kosin stjórn og drög að starfsreglum verða lagðar fram. Sameyki hvetur allt félagsfólk sem starfar við frítímastörf að sækja fundinn og taka þátt í spennandi uppbyggingarstarfi.

Smelltu hér til að skrá þig á fundinn