23. október 2025
Skemmtileg vinnustaðaheimsókn Sameykis til Vesturmiðstöðvar

Sameyki heimsótti Vesturmiðstð. Formaður Sameykis ásamt hluta starfsfólks. Ljósmynd/Kristín Erna
Í gær heimsótti hópur starfsfólks Sameykis Vesturmiðstöð og Frístundamiðstöðina Tjörnina í vesturbæ Reykjavíkur sem snýr að frístund barna og ungmenna. Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar, er yfirmaður alls frístundastarfs í borgarhlutanum og stýrir stefnumótun í samstarfi við fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, ásamt Styrmi Erlingssyni tóku vel á móti hópnum og fræddi um starfssemina en heimsóttir voru eftirtaldir vinnustaðir: Leikskólinn Tjörn, Háteigsskóli, Félagsmiðstöðin 105 og frístundamiðstöðina Halastjarnan.
Þessi hluti starfseminnar hjá Vesturmiðstöð tilheyrir skóla- og frístundaþjónustu sem og hefur yfirstjórn yfir leik- og grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum í hverfinu, auk þess að veita stjórnendum og starfsfólki starfsstaðanna almenna ráðgjöf.
Þá er Vesturmiðstöð ein fjögurra miðstöðva í Reykjavík, þar sem íbúar Reykjavíkurborgar geta nálgast fjölbreytta þjónustu, upplýsingar og ráðgjöf. Þar er meðal annars veittur stuðningur við börn, ungmenni, fjölskyldur, aldraða og fatlaða. Lögð er mikil áhersla á faglegt starf og farsælt samstarf við íbúa, félagasamtök og stofnanir þeirra hverfa sem tilheyra hverri miðstöð.
Formaður Sameykis, Kári Sigurðsson, sagði af þessu tilefni að heimsóknirnar hafi verið mjög fróðlegar og gefandi. „ Við hjá Sameyki nutum þess mjög að hitta starfsfólk og kynna okkur starfssemi Vesturmiðstöðvar og var okkur einstaklega vel tekið. Það var virkilega ánægjulegt að hitta starfsfólkið á vettvangi og sjá það góða starf sem þar fer fram.“
Við hjá Sameyki þökkum fyrir góðar móttökur og fræðslu um störf og verkefni Vesturmiðstöðvar.




