Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

30. október 2025

Verðbólga heldur áfram að aukast

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3 prósent.

Hagstofa Íslands segir í tilkynningu að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í október 2025, hækkar um 0,47 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,36 prósent frá september 2025. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,3 prósent.

 


„Í ljósi umræðu um áhrif gjaldþrots eins flugfélags á verð hjá öðrum flugfélögum er rétt að benda á að flugverð í vísitölu neysluverðs er mælt með 2ja, 4ra og 8 vikna fyrirvara og mælingarnar notaðar til útreikninga í þeim mánuði sem ferðin á sér stað. Þetta þýðir að flugverð sem notað var til útreikninga í október var mælt í ágúst, september og október þannig að einungis hluti mælinganna fór fram eftir að fréttir bárust af gjaldþroti Play,“ segir í tilkynningunni.

 


Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,3 prósent.