Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

6. nóvember 2025

Fagdeild starfsfólks frítímans stofnuð

Við stofnun fagdeildarinnar í félagamiðstöðinni. f.v. Sigrún Ósk Arnardóttir, Valgeir Þór Jakobsson, Hafrún Ósk Santeliz Hafsteinsdóttir, Erla Bára Ragnarsdóttir, Hjörleifur Steinn Þórisson, Atli Steinn Árnason, Svava Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Jakobína Þórarðardóttir

Kraftmikill fundur var haldinn á Grettisgötu 89 þar sem rúmlega 60 manna hópur var mættur í Félagamiðstöðina í BSRB-húsinu til þess að stofna fagdeild innan Sameykis fyrir þann hóp félagsfólks sem vinnur með fólki í frítíma. Kári Sigurðsson, formaður Sameykis, stýrði fundinum þar sem fjallað var um tilgang og hlutverk slíkrar fagdeildar. Þá voru drög að starfsreglum sem undirbúningshópur hafði unnið kynntar.

Rætt var um nafngift á deildina en að lokum var stjórn falið að leita eftir hugmyndum um nafngift og kynna það síðar félögum í fagdeildinni.

Á fundinum var kosið í stjórn en áður var formannskosning og var Svava Gunnarsdóttir kosin í það embætti. Þá var auglýst eftir framboðum til sex stjórnarsæta á fundinum og voru jafn mörg sem buðu sig ; Atli Steinn Árnason, Erla Bára Ragnarsdóttir, Hafrún Ósk Santeliz Hafsteinsdóttir, Hjörleifur Steinn Þórisson, Sigrún Ósk Arnardóttir og Valgeir Þór Jakobsson.

Varamenn í stjórn eru Brynja Helgadóttir, Ragnheiður Erna Kjartansdóttir og Yrsa Ósk Finnbogadóttir.