6. nóvember 2025
Jólaball Sameykis haldið í desember

Ávallt glatt á hjalla á jólaballi Sameykis.
Jólaball Sameykis verður haldið á aðventunni eins og fyrri ár fyrir félagsfólk í Sameyki og fjölskyldur þeirra. Líkt og áður verður jólaballið haldið í Gullhömrum í Grafarholti sunnudaginn 14. desember kl. 15:00.
Jólasveinar gera sig heimakomna eins og þeim er einum lagið og munu skemmta sér með börnum og fullorðnum. Dansað verður í kringum jólatré og sungnir jólasöngvar.
Veitingar og glaðningur verður í boði eins og tilheyrir. Verð fyrir hvern miða er kr. 1.000 og hægt er að kaupa allt að 10 miða á skemmtunina.
Síðasti dagur til að kaupa miða er fimmtudagurinn 11. desember. Hægt er að kaupa miða á jólaballið á Orlofshúsavef Sameykis.
Smellið hér til að kaupa miða á jólaballið