19. nóvember 2025
Mannauðskönnunin Stofnun ársins í fullum gangi

Við vekjum athygli félagsfólks á að hægt er að svara mannauðs- og starfsumhverfis könnuninni Stofnun ársins 2025 inni á Mínum síðum Sameykis. Tilgangur könnunarinnar er að styrkja starfsumhverfi starfsfólks í almannaþjónustu. Hún veitir ítarlegar upplýsingar um stöðu mála, þ.e. styrkleika og áskoranir í starfsumhverfinu sem nýta má til umbótastarfs á vinnustaðnum.
Þátttakendur eru spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar/vinnustaðar, ánægju og stolt og jafnrétti.
Til þess að stofnanir og vinnustaðir mælist inn í könnuninni þarf að nást ákveðið svarhlutfall. Vakin er athygli á því að hægt er að svara könnuninni á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku.
Úr hópi svarenda Sameykis félaga verða alls dregnir 12 vinningar úr innsendum svörum:
Tvö gjafabréf frá Icelandair, að verðmæti 60.000.- kr. hvert
Fjögur gjafakort í Hörpuna, að verðmæti 30.000.- kr. hvert
Helgardvöl í orlofshúsum félagsins, samtals fimm vinningar
Vikudvöl í orlofshúsum félagsins á Spáni, einn vinningur
Úr hópi ríkisstarfsfólks verða dregnir út átta vinningar:
Fjögur gjafabréf hjá Icelandair að andvirði 50 þúsund krónur
Fjögur gjafabréf að upphæð 15.000 kr. hvert.
Úr hópi starfsfólks Reykjavíkurborgar verða einnig dregnir út átta vinningar:
Fjögur gjafabréf hjá Icelandair að andvirði 50 þúsund krónur
Fjögur gjafabréf að upphæð 15.000 kr. hvert.
Við minnum á að geyma þarf happdrættisnúmerið sem kemur fram í tölvupóstbréfinu sem fylgir könnuninni. Vinningsnúmer verða birt í febrúar á vef Sameykis. Dregið er úr innsendum svörum.
Hægt er að svara könnuninni inn á Mínum síðum Sameykis með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.