26. nóvember 2025
„Verkfallsrétturinn heilagur réttur launafólks, nema hjá sumum“

Egill Kristján Björnsson, stjórnarmaður í Sameyki og fangavörður, ritar grein í tímarit Sameykis um verkfallsréttinn og fangaverði. Samett mynd/Axel Jón
Egill Kristján Björnsson, stjórnarmaður í Sameyki og fangavörður, segir í grein í Tímariti Sameykis að verkfallsrétturinn sé heilagur réttur launafólks og að allir eigi að hafa þetta úrræði til að knýja fram sanngjarna kjarasamninga. Hann bendir á að fangaverðir megi hvorki fara í verkfall né taka þátt í verkfallsboðun sem setji þá í erfiða stöðu til að knýja fram réttlátar kjarabætur gagnvart ríkinu.
Þá segir hann að Fangelsismálastofnun hafi ekkert samningsumboð og geti því hafnað kjarabótum fyrir starfsstéttina án nokkurra afleiðinga. Egill segir að lögin sem svipta fangaverði verkfallsréttinum séu ólög og að slíkt misræmi misbjóði því fólki sem starfar við fangavörslu. Hann kallar eindregið eftir lagabreytingum til að starfsstéttin fái verkfallsrétt svo tekið verði mark á kröfum hennar.
Lesa má grein Egils Kristjáns hér.
Lesa má rafræna útgáfu Tímarits Sameykis hér.